Gætu skrifað undir á næstu dögum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. maí 2015 06:30 „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur, segir Páll Halldórsson. fréttablaðið/stefán Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gerir ráð fyrir að undirritun kjarasamninga geti farið fram á næstu dögum. „Við erum að klára nokkrar bókanir um starfsmenntamál, vinnutíma og aðkomu stjórnvalda að bókunum,“ segir Ólafía sem er bjartsýn á gang mála og ánægð með þá vinnu sem hefur átt sér stað ásamt Flóabandalaginu og LÍV. Stjórn og trúnaðarráð VR funduðu um stöðu mála á þriðjudagskvöld og samningsdrög voru kynnt fyrir fundarmönnum. „Við höfum náð meginmarkmiði okkar um hækkun lágmarkslauna og að verja millitekjuhópinn.“ Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krónum en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lágmarki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækkun upp á 4,5 prósent og almenna hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. Þetta þýðir að lægstu launataxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verða 245 þúsund strax við undirritun samninga. Þá munu byrjunarlaun verslunarfólks hækka um 3.400 krónur í ár og 1.700 krónur árið 2017. Unnið er nú að opnunarákvæðum samningsins ef forsendur hans standast ekki meðal annars með tilliti til kaupmáttarþróunar. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins komst að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um frestun verkfalla um sex daga. Samningaviðræður eru hafnar á milli samtakanna af miklum þunga og ákvað samninganefndin að freista þess að ná árangri í samningaviðræðum án verkfallsaðgerða.Ánægð með árangurinn Enn á eftir að fullklára samningsdrög en formaður VR segist ánægð með árangurinn. Fréttablaðið/StefánFormaður og varaformaður Bandalags háskólamanna funduðu með fjármálaráðherra á þriðjudag sem staðfesti umboð samninganefndar ríkisins. Samninganefnd BHM hafði áður talið samninganefnd ríkisins umboðslausa eftir ummæli forsætisráðherra um að ríkið væri ekki í samningsstöðu fyrr en samið væri á almennum markaði. Fundir BHM og samninganefndar ríkisins hófust aftur í gær. „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur. Það vantar enn nokkuð upp á,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. Hann er ekki viss um að árangur samninga á milli VR, Flóabandalagsins og LÍV við SA muni hafa áhrif á stöðuna. „Sá samningur er ekki eitthvað sem við notum,“ segir Páll. Verkfall 2016 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gerir ráð fyrir að undirritun kjarasamninga geti farið fram á næstu dögum. „Við erum að klára nokkrar bókanir um starfsmenntamál, vinnutíma og aðkomu stjórnvalda að bókunum,“ segir Ólafía sem er bjartsýn á gang mála og ánægð með þá vinnu sem hefur átt sér stað ásamt Flóabandalaginu og LÍV. Stjórn og trúnaðarráð VR funduðu um stöðu mála á þriðjudagskvöld og samningsdrög voru kynnt fyrir fundarmönnum. „Við höfum náð meginmarkmiði okkar um hækkun lágmarkslauna og að verja millitekjuhópinn.“ Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krónum en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lágmarki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækkun upp á 4,5 prósent og almenna hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. Þetta þýðir að lægstu launataxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verða 245 þúsund strax við undirritun samninga. Þá munu byrjunarlaun verslunarfólks hækka um 3.400 krónur í ár og 1.700 krónur árið 2017. Unnið er nú að opnunarákvæðum samningsins ef forsendur hans standast ekki meðal annars með tilliti til kaupmáttarþróunar. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins komst að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um frestun verkfalla um sex daga. Samningaviðræður eru hafnar á milli samtakanna af miklum þunga og ákvað samninganefndin að freista þess að ná árangri í samningaviðræðum án verkfallsaðgerða.Ánægð með árangurinn Enn á eftir að fullklára samningsdrög en formaður VR segist ánægð með árangurinn. Fréttablaðið/StefánFormaður og varaformaður Bandalags háskólamanna funduðu með fjármálaráðherra á þriðjudag sem staðfesti umboð samninganefndar ríkisins. Samninganefnd BHM hafði áður talið samninganefnd ríkisins umboðslausa eftir ummæli forsætisráðherra um að ríkið væri ekki í samningsstöðu fyrr en samið væri á almennum markaði. Fundir BHM og samninganefndar ríkisins hófust aftur í gær. „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur. Það vantar enn nokkuð upp á,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. Hann er ekki viss um að árangur samninga á milli VR, Flóabandalagsins og LÍV við SA muni hafa áhrif á stöðuna. „Sá samningur er ekki eitthvað sem við notum,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira