Kirkjuþing með hreina samvisku Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:00 „Af samvisku presta“ nefnist grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. mars síðastliðinn og varð Kirkjuþingi unga fólksins hvati til að vekja athygli á samviskufrelsi presta og þeirri mismunun á grundvelli kynhneigðar sem í henni felst. Daníel Ágúst Gautason, guðfræðinemi og æskulýðsstarfsmaður í Neskirkju, lagði málið fram og þingið ályktaði einróma þess efnis að senda biskupi og Kirkjuráði erindi þar sem samviskufrelsi presta er mótmælt. Réttsýni þeirra vakti töluverða athygli en ályktun Kirkjuþings unga fólksins rataði á forsíðu Fréttablaðsins, Halldór teiknaði skopmynd af þeirri stöðu sem samviskufrelsið setur samkynhneigða í og prestsystkinin Óskar og Sigrún Óskarsbörn líktu samviskufrelsinu við sauðfjárbændur sem sinna einungis hvítu fé en ekki mislitu (visir.is 21. maí). Frú Agnes Sigurðardóttir hefur brugðist við fréttaflutningi af ályktun Kirkjuþings unga fólksins með grein sem ber heitið „Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan“ og birtist í Fréttablaðinu 22. maí. Þar nefnir hún réttilega að innanríkisráðuneytið hafi ekki kallað eftir tillögum biskups og sett reglur er varða frelsi presta til að hafna „að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu“ eins og segir í frumvarpi til einna hjúskaparlaga (þskj. 836/485. mál.). Hins vegar hefur Kirkjuþing ályktað (nr. 8/2007) að það „leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt“ og það var að frumkvæði Kirkjuþings áréttað í frumvarpi til núgildandi hjúskaparlaga. Agnes segir í grein sinni að hún telji þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og að hún sjálf og yfir 90 prósent presta innan þjóðkirkjunnar séu tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa. Afstaða Agnesar endurspeglar þá afstöðu margra innan stéttarinnar að virða beri friðhelgi presta til að fara eftir samvisku sinni í afstöðunni til hjónavígslu hinsegin fólks. Sú samviska byggir á þeirri sannfæringu annars vegar að hjónabandið sé frátekið fyrir karl og konu og hins vegar að samkynhneigð sé synd að áliti Biblíunnar. Ég hef áður líkt frelsi presta í afstöðunni til samkynhneigðar við prestvígslu kvenna en víða erlendis eru svæði þar prestvígsla kvenna er ekki viðurkennd og biskupar hafa í reynd samviskufrelsi til að neita konum um vígslu til prestsþjónustu. Það samviskufrelsi er meðal annars réttlætt á grundvelli biblíutexta sem segja konum að þegja á safnaðarsamkomum. Slíkt samviskufrelsi hefur aldrei verið áréttað af biskupum eða Kirkjuþingi Þjóðkirkjunnar. Biblían fordæmir ekki samkynhneigð Biblían fordæmir ekki samkynhneigð en sex ritningarstaðir hafa verið notaðir til að berja á hinsegin fólki og merking þeirra verið afbökuð til að vopna andúðina. Í ljósi sögunnar mun sú synd kirkjunnar vera flokkuð með annarri mismunun og mannréttindabrotum sem hafa verið réttlætt á trúarlegum grundvelli. Jesús Kristur fjallar hvergi um hinsegin fólk en hann fordæmir hjónaskilnaði með afgerandi hætti og segir í 19. kafla Matteusarguðspjalls: „Sá sem skilur við konu sína, nema sakir hórdóms, og kvænist annarri drýgir hór.“ Hvorki biskupar né Kirkjuþing hefur séð ástæðu til að árétta samviskufrelsi presta í garð þess að gefa saman fráskilda í gagnkynhneigt hjónaband. Ályktun Kirkjuþings og afstaða þeirra sem standa vilja vörð um frelsi til að neita samkynja pörum um hjónavígslu er í besta falli móðgandi við hinsegin fjölskyldur og í framkvæmd leiðir hún af sér kerfislæga mismunun á grundvelli kynhneigðar af höndum kirkjunnar þjóna. Það hlutfall sem Agnes nefnir kann að virðast viðunandi en það setur hinsegin fólk í þá stöðu að eiga 10 prósenta líkur á því að mæta andúð og fordómum þegar það leitar til prests eftir hjónavígslu til blessunar ást sinni og fjölskyldu. Blaðið 24 stundir gerði árið 2008 úttekt á afstöðu presta til hjónavígslu hinsegin fólks (126. tbl. 5.7.2008) og þar birtast viðhorf þjónandi presta til málefnisins. Landslagið hefur breyst töluvert síðan þá, meðal annars með breytingum á prestembættum, en neitunarvald presta gerir þá kröfu á hinsegin fólk að þurfa að kynna sér kirkjupólitískt landslag Þjóðkirkjunnar áður en það leitar eftir þjónustu. Sú staða er óviðunandi mismunun á grundvelli kynhneigðar og setur fordóma einstaka presta ofar mannhelgi þeirra sem óska eftir þjónustu Þjóðkirkjunnar. Sú forréttindasátt og gagnkynhneigðarhyggja sem birtist í samviskufrelsi presta virðir að vettugi þá fordóma og mismunun sem hinsegin fólk hefur þurft að þola í nafni kristinnar kirkju. Það er stjórnarskrárvarinn réttur hinsegin fólks að vera ekki mismunað á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing unga fólksins gefur kirkjunni von um framtíð þar sem hinsegin fólk er ekki eitt tekið út fyrir sviga í þjónustu Þjóðkirkjunnar sem miðlar elsku Guðs í þágu ástarinnar og lífsins með kristinni hjónavígslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
„Af samvisku presta“ nefnist grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. mars síðastliðinn og varð Kirkjuþingi unga fólksins hvati til að vekja athygli á samviskufrelsi presta og þeirri mismunun á grundvelli kynhneigðar sem í henni felst. Daníel Ágúst Gautason, guðfræðinemi og æskulýðsstarfsmaður í Neskirkju, lagði málið fram og þingið ályktaði einróma þess efnis að senda biskupi og Kirkjuráði erindi þar sem samviskufrelsi presta er mótmælt. Réttsýni þeirra vakti töluverða athygli en ályktun Kirkjuþings unga fólksins rataði á forsíðu Fréttablaðsins, Halldór teiknaði skopmynd af þeirri stöðu sem samviskufrelsið setur samkynhneigða í og prestsystkinin Óskar og Sigrún Óskarsbörn líktu samviskufrelsinu við sauðfjárbændur sem sinna einungis hvítu fé en ekki mislitu (visir.is 21. maí). Frú Agnes Sigurðardóttir hefur brugðist við fréttaflutningi af ályktun Kirkjuþings unga fólksins með grein sem ber heitið „Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan“ og birtist í Fréttablaðinu 22. maí. Þar nefnir hún réttilega að innanríkisráðuneytið hafi ekki kallað eftir tillögum biskups og sett reglur er varða frelsi presta til að hafna „að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu“ eins og segir í frumvarpi til einna hjúskaparlaga (þskj. 836/485. mál.). Hins vegar hefur Kirkjuþing ályktað (nr. 8/2007) að það „leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt“ og það var að frumkvæði Kirkjuþings áréttað í frumvarpi til núgildandi hjúskaparlaga. Agnes segir í grein sinni að hún telji þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og að hún sjálf og yfir 90 prósent presta innan þjóðkirkjunnar séu tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa. Afstaða Agnesar endurspeglar þá afstöðu margra innan stéttarinnar að virða beri friðhelgi presta til að fara eftir samvisku sinni í afstöðunni til hjónavígslu hinsegin fólks. Sú samviska byggir á þeirri sannfæringu annars vegar að hjónabandið sé frátekið fyrir karl og konu og hins vegar að samkynhneigð sé synd að áliti Biblíunnar. Ég hef áður líkt frelsi presta í afstöðunni til samkynhneigðar við prestvígslu kvenna en víða erlendis eru svæði þar prestvígsla kvenna er ekki viðurkennd og biskupar hafa í reynd samviskufrelsi til að neita konum um vígslu til prestsþjónustu. Það samviskufrelsi er meðal annars réttlætt á grundvelli biblíutexta sem segja konum að þegja á safnaðarsamkomum. Slíkt samviskufrelsi hefur aldrei verið áréttað af biskupum eða Kirkjuþingi Þjóðkirkjunnar. Biblían fordæmir ekki samkynhneigð Biblían fordæmir ekki samkynhneigð en sex ritningarstaðir hafa verið notaðir til að berja á hinsegin fólki og merking þeirra verið afbökuð til að vopna andúðina. Í ljósi sögunnar mun sú synd kirkjunnar vera flokkuð með annarri mismunun og mannréttindabrotum sem hafa verið réttlætt á trúarlegum grundvelli. Jesús Kristur fjallar hvergi um hinsegin fólk en hann fordæmir hjónaskilnaði með afgerandi hætti og segir í 19. kafla Matteusarguðspjalls: „Sá sem skilur við konu sína, nema sakir hórdóms, og kvænist annarri drýgir hór.“ Hvorki biskupar né Kirkjuþing hefur séð ástæðu til að árétta samviskufrelsi presta í garð þess að gefa saman fráskilda í gagnkynhneigt hjónaband. Ályktun Kirkjuþings og afstaða þeirra sem standa vilja vörð um frelsi til að neita samkynja pörum um hjónavígslu er í besta falli móðgandi við hinsegin fjölskyldur og í framkvæmd leiðir hún af sér kerfislæga mismunun á grundvelli kynhneigðar af höndum kirkjunnar þjóna. Það hlutfall sem Agnes nefnir kann að virðast viðunandi en það setur hinsegin fólk í þá stöðu að eiga 10 prósenta líkur á því að mæta andúð og fordómum þegar það leitar til prests eftir hjónavígslu til blessunar ást sinni og fjölskyldu. Blaðið 24 stundir gerði árið 2008 úttekt á afstöðu presta til hjónavígslu hinsegin fólks (126. tbl. 5.7.2008) og þar birtast viðhorf þjónandi presta til málefnisins. Landslagið hefur breyst töluvert síðan þá, meðal annars með breytingum á prestembættum, en neitunarvald presta gerir þá kröfu á hinsegin fólk að þurfa að kynna sér kirkjupólitískt landslag Þjóðkirkjunnar áður en það leitar eftir þjónustu. Sú staða er óviðunandi mismunun á grundvelli kynhneigðar og setur fordóma einstaka presta ofar mannhelgi þeirra sem óska eftir þjónustu Þjóðkirkjunnar. Sú forréttindasátt og gagnkynhneigðarhyggja sem birtist í samviskufrelsi presta virðir að vettugi þá fordóma og mismunun sem hinsegin fólk hefur þurft að þola í nafni kristinnar kirkju. Það er stjórnarskrárvarinn réttur hinsegin fólks að vera ekki mismunað á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing unga fólksins gefur kirkjunni von um framtíð þar sem hinsegin fólk er ekki eitt tekið út fyrir sviga í þjónustu Þjóðkirkjunnar sem miðlar elsku Guðs í þágu ástarinnar og lífsins með kristinni hjónavígslu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun