Kristín aftur valin í landsliðið eftir átta ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:30 Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val í Laugardalshöllinni í vetur. Vísir/Vilhelm Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007. Íslenski handboltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007.
Íslenski handboltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira