Tími aðgerða er runninn upp Eygló Harðardóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Kynjajafnrétti er stórmál sem snertir lífsgæði allra, kvenna og karla. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að með jafnrétti og bættri stöðu kvenna er hægt að auka hagvöxt og efnahagsstöðugleika og bæta samkeppnisstöðu ríkja. Því var ánægjulegt að í vikunni voru tímamótaupplýsingar kynntar um launamun kynjanna og um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði sem unnar voru að frumkvæði aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Þær staðfesta að áratuga barátta fyrir launajöfnuði er að skila árangri en minna jafnframt á að enn er fullt tilefni til að vinna áfram að launajafnrétti á vinnumarkaði og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Launarannsóknin nær til áranna 2008-2013 og er sú fyrsta hér á landi sem nær til vinnumarkaðarins í heild. Í henni kemur í ljós að kynbundinn launamunur mælist um 7,6%. Jafnframt sýna gögnin að óleiðréttur launamunur á reglulegum launum mældist um 17% árið 2014. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mælist meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Af því má álykta að góð menntun yngri kynslóða kvenna hafi jákvæð áhrif og að líklegt sé að launamunurinn í heild muni halda áfram að minnka. Samanburður við þrjár nýlegar, norrænar rannsóknir um launamun kynjanna sýnir að hann er svipaður hér og annars staðar á Norðurlöndunum, litlu meiri en í Svíþjóð en minni en í Danmörku og Noregi. Úreltar hugmyndir Rannsóknaskýrslan um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði staðfestir að jafnrétti kynjanna, eða öllu heldur skorturinn á því, hefur margvíslegar birtingarmyndir og margir samverkandi og flóknir þættir hafa áhrif á laun og stöðu kvenna og karla. Báðar rannsóknirnar staðfesta að kynferði einstaklinga hefur áhrif á laun og launamyndun. Að stór hluti launamunarins sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar sem byggir á úreltum hugmyndum um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur þar sem þeir séu líklegri til að vera fyrirvinnur heimilisins. Þessi viðhorf eru ekki í samræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta. Staðalímyndir, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, ólíkir starfsþróunarmöguleikar og aðgengi að valda- og áhrifastöðum hafa mótandi áhrif á vinnumarkaðinn sem einkennist af kynjaskiptingu starfa. Afleiðingarnar birtast í launamun sem undantekningarlaust er konum í óhag og byggir á vanmati á virði starfa þeirra. Þessi kynjaskipting dregur úr sveigjanleika á vinnumarkaði og stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé nýttur til fulls. Á liðnum árum hefur verið ráðist í ýmis átaksverkefni til að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu starfsgreinum. Átaksverkefni ein og sér duga ekki til, heldur þarf stefnumótun, framtíðarsýn og markvissar aðgerðir sem byggja á langtímaáætlunum til að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað. Gerð slíkrar langtímaáætlunar er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti en hann mun á næsta ári skila mér tillögum um stefnumótun um leiðir og aðgerðir til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað og auðvelda körlum og konum samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Mikilvægt er að stefnumótun í málaflokknum sé heildstæð, byggi á þekkingu og tryggi framfarir á öllum þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti er stórmál sem snertir lífsgæði allra, kvenna og karla. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að með jafnrétti og bættri stöðu kvenna er hægt að auka hagvöxt og efnahagsstöðugleika og bæta samkeppnisstöðu ríkja. Því var ánægjulegt að í vikunni voru tímamótaupplýsingar kynntar um launamun kynjanna og um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði sem unnar voru að frumkvæði aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Þær staðfesta að áratuga barátta fyrir launajöfnuði er að skila árangri en minna jafnframt á að enn er fullt tilefni til að vinna áfram að launajafnrétti á vinnumarkaði og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Launarannsóknin nær til áranna 2008-2013 og er sú fyrsta hér á landi sem nær til vinnumarkaðarins í heild. Í henni kemur í ljós að kynbundinn launamunur mælist um 7,6%. Jafnframt sýna gögnin að óleiðréttur launamunur á reglulegum launum mældist um 17% árið 2014. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mælist meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Af því má álykta að góð menntun yngri kynslóða kvenna hafi jákvæð áhrif og að líklegt sé að launamunurinn í heild muni halda áfram að minnka. Samanburður við þrjár nýlegar, norrænar rannsóknir um launamun kynjanna sýnir að hann er svipaður hér og annars staðar á Norðurlöndunum, litlu meiri en í Svíþjóð en minni en í Danmörku og Noregi. Úreltar hugmyndir Rannsóknaskýrslan um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði staðfestir að jafnrétti kynjanna, eða öllu heldur skorturinn á því, hefur margvíslegar birtingarmyndir og margir samverkandi og flóknir þættir hafa áhrif á laun og stöðu kvenna og karla. Báðar rannsóknirnar staðfesta að kynferði einstaklinga hefur áhrif á laun og launamyndun. Að stór hluti launamunarins sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar sem byggir á úreltum hugmyndum um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur þar sem þeir séu líklegri til að vera fyrirvinnur heimilisins. Þessi viðhorf eru ekki í samræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta. Staðalímyndir, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, ólíkir starfsþróunarmöguleikar og aðgengi að valda- og áhrifastöðum hafa mótandi áhrif á vinnumarkaðinn sem einkennist af kynjaskiptingu starfa. Afleiðingarnar birtast í launamun sem undantekningarlaust er konum í óhag og byggir á vanmati á virði starfa þeirra. Þessi kynjaskipting dregur úr sveigjanleika á vinnumarkaði og stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé nýttur til fulls. Á liðnum árum hefur verið ráðist í ýmis átaksverkefni til að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu starfsgreinum. Átaksverkefni ein og sér duga ekki til, heldur þarf stefnumótun, framtíðarsýn og markvissar aðgerðir sem byggja á langtímaáætlunum til að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað. Gerð slíkrar langtímaáætlunar er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti en hann mun á næsta ári skila mér tillögum um stefnumótun um leiðir og aðgerðir til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað og auðvelda körlum og konum samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Mikilvægt er að stefnumótun í málaflokknum sé heildstæð, byggi á þekkingu og tryggi framfarir á öllum þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun