CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Þegar fyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar losnar bæði um fjármagn og þekkingu, bendir Frosti Sigurjónsson á. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gengi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
„Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gengi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira