Ekkert samráð: „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum“ Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Sæmundur Freyr Árnason skrifa 16. maí 2015 12:00 Formenn félaga launamanna vilja almennileg tilboð. Vísir/Pjetur Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreinasambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra verslunarmanna og Flóabandalaginu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“björn SnæbjörnssonBjörn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninganefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar Bandalags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samningum annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræðum almennilega í gang.“páll halldórssonfréttablaðið/stefánNæsti fundur BHM og samninganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samninganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitthvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlotunni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verkfalli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún. Verkfall 2016 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreinasambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra verslunarmanna og Flóabandalaginu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“björn SnæbjörnssonBjörn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninganefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar Bandalags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samningum annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræðum almennilega í gang.“páll halldórssonfréttablaðið/stefánNæsti fundur BHM og samninganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samninganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitthvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlotunni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verkfalli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún.
Verkfall 2016 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira