Stórslysi verður að afstýra! Ólafur Arnarson skrifar 8. maí 2015 07:00 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta, sem einungis er hægt að segja upp með sex ára fyrirvara, er lævís tilraun til varanlegs framsals á verðmætri sameign íslensku þjóðarinnar til örfárra, handvalinna útgerðarfyrirtækja. Samþykki Alþingi þetta frumvarp mun sá gjörningur flokkast undir stórslys enda felur þetta frumvarp í sér stærsta gjafagjörning Íslandssögunnar til þessa. Mótbárur ráðherrans um að einungis sé verið að koma á stöðugleika í greininni og auðvelt sé að afnema sex ára regluna er haldlaust hjal og til blekkinga fallið. Með sex ára reglunni er tryggt að ekki dugar eitt kjörtímabil til að breyta heldur þarf ríkisstjórnarmeirihluti að sitja samfellt í sex ár til að breyta þessum sex ára afnotarétti stórútgerðarinnar á sameign þjóðarinnar. Í allri Íslandssögunni hefur það tvisvar gerst að ríkisstjórnir hafa setið meira en eitt kjörtímabil samfellt. Jafnvel þó að næstu ríkisstjórn tækist að sitja í sex ár er ljóst að sú verður þrautin þyngri að afnema nýtingarrétt sem einu sinni er kominn á. Rétt eins og í núverandi kvótakerfi munu aflaheimildir og kvótahlutdeild verða seldar milli aðila og rekið verður upp ramakvein um eignaupptöku ætli menn að hrófla við kerfinu. Fyrir utan hinn einstæða gjafagjörning frá þjóðinni til nokkurra stórútgerða er ekkert tillit tekið til þess í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að stórútgerðin er alls ekki eini aðilinn sem hefur fjárfest vegna makrílveiða og skapað nýjar þjóðartekjur. Megnið af makrílafla stórútgerðarinnar fer til bræðslu. Sjálfstæðir fiskverkendur hafa hætt miklu til með kaupum og vinnslu á makríl til manneldis og verið leiðandi í því að hámarka verðmætasköpun af þessum nýja flökkustofni við Íslandsstrendur. Þá má ekki gleyma minni kvótasettum skipum og strandveiðimönnum, en þeirra veiðar eru lykill að framboði á makríl á fiskmörkuðum. Minni kvótasett skip ættu að fá stærri hluta heildarkvótans og gefa ætti makrílveiðar strandveiðimanna frjálsar þar sem þær ná aldrei því magni að ógna stofninum.Þjónkun við hagsmuni Þetta frumvarp sjávarútvegsráðherra sýnir í hnotskurn þjónkun hans og ríkisstjórnarinnar allrar við hagsmuni og kröfur stórútgerðarinnar í landinu. Makrílfrumvarpið er svo ekkert annað en generalprufa fyrir stóra fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, sem ráðherra tókst ekki að leggja fram á þessu þingi. Þar ætla menn að gefa nýtingarréttinn með fimmtán ára uppsagnarfresti þannig að til að afturkalla þann rétt þarf ríkisstjórn að sitja samfellt í fimmtán ár. Sá gjafagjörningur yrði aldrei afturkallaður. Þær tvær ríkisstjórnir sem lengst hafa setið hér á landi náðu hvorug meira en tólf árum. Vissulega er mikilvægt að stöðugu umhverfi verði komið á til frambúðar í íslenskum sjávarútvegi. Sá stöðugleiki má hins vegar ekki felast í því að sameiginlegar þjóðarauðlindir verði afhentar örfáum fyrirtækjum á óafturkræfan hátt. Stöðugleiki verður best tryggður með því að stjórnvöld tryggi eðlilegt samkeppnisumhverfi í íslenskum sjávarútvegi – umhverfi sem aftur tryggir hámörkun verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið í heild en skarar ekki eld að köku örfárra útvalinna. Umhverfi sem tryggir nýliðun í íslenskum sjávarútvegi. Eina leiðin til að tryggja þjóðinni hámarksafrakstur af nýtingu þjóðarauðlinda er að nota markaðslausnir til að verðleggja þann nýtingarrétt. Það þýðir að þeir sem geta skapað mest verðmæti úr auðlindinni geta borgað hæst verð fyrir aðgang að henni. Besta leiðin er að tiltekið hlutfall heildarkvóta renni á hverju ári aftur til ríkisins sem leigir þann kvóta aftur til hæstbjóðenda. Þessi regla ætti að gilda um allan fisk, bæði bolfisk og uppsjávarstofna. Svo þarf að tryggja að tiltekið lágmarkshlutfall afla sé selt í gegnum íslenska fiskmarkaði. Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra gengur í þveröfuga átt. Lögfesting þess myndi treysta í sessi þá sovésku virðiskeðju, sem er ríkjandi í íslenskum sjávarútvegi, þar sem örfáum stórum útgerðarfyrirtækjum eru tryggð fullkomin yfirráð yfir fiskinum allt úr hafi í maga erlendra neytenda – gegn vægu gjaldi eða engu. Þessu til viðbótar er kvótafyrirtækjunum tryggt samkeppnisforskot gagnvart sjálfstæðum fiskverkendum þar sem þeir fá að verðleggja afla til eigin fiskvinnslu langt undir markaðsverði. Þar með geta þau undirboðið sjálfstæða fiskverkendur á erlendum mörkuðum og hafa gert það. Við það verður ekki unað að þessi stærsti gjafagjörningur Íslandssögunnar verði keyrður í gegnum Alþingi gegn vilja þjóðarinnar! Þessu stórslysi er enn hægt að afstýra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ólafur Arnarson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta, sem einungis er hægt að segja upp með sex ára fyrirvara, er lævís tilraun til varanlegs framsals á verðmætri sameign íslensku þjóðarinnar til örfárra, handvalinna útgerðarfyrirtækja. Samþykki Alþingi þetta frumvarp mun sá gjörningur flokkast undir stórslys enda felur þetta frumvarp í sér stærsta gjafagjörning Íslandssögunnar til þessa. Mótbárur ráðherrans um að einungis sé verið að koma á stöðugleika í greininni og auðvelt sé að afnema sex ára regluna er haldlaust hjal og til blekkinga fallið. Með sex ára reglunni er tryggt að ekki dugar eitt kjörtímabil til að breyta heldur þarf ríkisstjórnarmeirihluti að sitja samfellt í sex ár til að breyta þessum sex ára afnotarétti stórútgerðarinnar á sameign þjóðarinnar. Í allri Íslandssögunni hefur það tvisvar gerst að ríkisstjórnir hafa setið meira en eitt kjörtímabil samfellt. Jafnvel þó að næstu ríkisstjórn tækist að sitja í sex ár er ljóst að sú verður þrautin þyngri að afnema nýtingarrétt sem einu sinni er kominn á. Rétt eins og í núverandi kvótakerfi munu aflaheimildir og kvótahlutdeild verða seldar milli aðila og rekið verður upp ramakvein um eignaupptöku ætli menn að hrófla við kerfinu. Fyrir utan hinn einstæða gjafagjörning frá þjóðinni til nokkurra stórútgerða er ekkert tillit tekið til þess í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að stórútgerðin er alls ekki eini aðilinn sem hefur fjárfest vegna makrílveiða og skapað nýjar þjóðartekjur. Megnið af makrílafla stórútgerðarinnar fer til bræðslu. Sjálfstæðir fiskverkendur hafa hætt miklu til með kaupum og vinnslu á makríl til manneldis og verið leiðandi í því að hámarka verðmætasköpun af þessum nýja flökkustofni við Íslandsstrendur. Þá má ekki gleyma minni kvótasettum skipum og strandveiðimönnum, en þeirra veiðar eru lykill að framboði á makríl á fiskmörkuðum. Minni kvótasett skip ættu að fá stærri hluta heildarkvótans og gefa ætti makrílveiðar strandveiðimanna frjálsar þar sem þær ná aldrei því magni að ógna stofninum.Þjónkun við hagsmuni Þetta frumvarp sjávarútvegsráðherra sýnir í hnotskurn þjónkun hans og ríkisstjórnarinnar allrar við hagsmuni og kröfur stórútgerðarinnar í landinu. Makrílfrumvarpið er svo ekkert annað en generalprufa fyrir stóra fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, sem ráðherra tókst ekki að leggja fram á þessu þingi. Þar ætla menn að gefa nýtingarréttinn með fimmtán ára uppsagnarfresti þannig að til að afturkalla þann rétt þarf ríkisstjórn að sitja samfellt í fimmtán ár. Sá gjafagjörningur yrði aldrei afturkallaður. Þær tvær ríkisstjórnir sem lengst hafa setið hér á landi náðu hvorug meira en tólf árum. Vissulega er mikilvægt að stöðugu umhverfi verði komið á til frambúðar í íslenskum sjávarútvegi. Sá stöðugleiki má hins vegar ekki felast í því að sameiginlegar þjóðarauðlindir verði afhentar örfáum fyrirtækjum á óafturkræfan hátt. Stöðugleiki verður best tryggður með því að stjórnvöld tryggi eðlilegt samkeppnisumhverfi í íslenskum sjávarútvegi – umhverfi sem aftur tryggir hámörkun verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið í heild en skarar ekki eld að köku örfárra útvalinna. Umhverfi sem tryggir nýliðun í íslenskum sjávarútvegi. Eina leiðin til að tryggja þjóðinni hámarksafrakstur af nýtingu þjóðarauðlinda er að nota markaðslausnir til að verðleggja þann nýtingarrétt. Það þýðir að þeir sem geta skapað mest verðmæti úr auðlindinni geta borgað hæst verð fyrir aðgang að henni. Besta leiðin er að tiltekið hlutfall heildarkvóta renni á hverju ári aftur til ríkisins sem leigir þann kvóta aftur til hæstbjóðenda. Þessi regla ætti að gilda um allan fisk, bæði bolfisk og uppsjávarstofna. Svo þarf að tryggja að tiltekið lágmarkshlutfall afla sé selt í gegnum íslenska fiskmarkaði. Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra gengur í þveröfuga átt. Lögfesting þess myndi treysta í sessi þá sovésku virðiskeðju, sem er ríkjandi í íslenskum sjávarútvegi, þar sem örfáum stórum útgerðarfyrirtækjum eru tryggð fullkomin yfirráð yfir fiskinum allt úr hafi í maga erlendra neytenda – gegn vægu gjaldi eða engu. Þessu til viðbótar er kvótafyrirtækjunum tryggt samkeppnisforskot gagnvart sjálfstæðum fiskverkendum þar sem þeir fá að verðleggja afla til eigin fiskvinnslu langt undir markaðsverði. Þar með geta þau undirboðið sjálfstæða fiskverkendur á erlendum mörkuðum og hafa gert það. Við það verður ekki unað að þessi stærsti gjafagjörningur Íslandssögunnar verði keyrður í gegnum Alþingi gegn vilja þjóðarinnar! Þessu stórslysi er enn hægt að afstýra!
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar