Haukarnir geta jafnað tíu ára gamalt met í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2015 06:30 Haukamennirnir Adam Haukur Baumruk og Heimir Óli Heimisson taka vel á móti Jóhanni Gunnari Einarssyni úr Aftureldingu. Vísir/Stefán Haukar eru á góðri leið með að halda upp á tíu ára afmæli „fullkomna“ Íslandsmeistaratitilsins frá 2005 með viðeigandi hætti, eða með því að endurtaka leikinn og vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni 2005 en þá þurfti að vinna leik færra í undanúrslitunum. Haukaliðið getur því ekki aðeins jafnað metið í kvöld heldur einnig bætt það á mánudagskvöldið. Haukaliðið í ár hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum á útivelli en leikurinn í kvöld er hins vegar í Schenker-höllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30. Haukar komust líka í 1-0 í lokaúrslitunum fyrir tíu árum með því að vinna eins marks sigur í fyrsta leik og þá var Jónas hetja liðsins en ekki Janus, eins og í fyrrakvöld. Janus Daði Smárason skoraði sigurmarkið á Varmá á miðvikudagskvöldið en í leik eitt fyrir áratug var það varamarkvörðurinn Jónas Stefánsson sem varði lokaskot leiksins og kom í veg fyrir að stórskyttan Tite Kalandadze kæmi leiknum í framlengingu. Það er margt líkt með sigurgöngu Hauka í ár og fyrir tíu árum því bæði lið sópuðu út nágrannaliðinu FH og frændliðinu Val á leið sinni í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætti síðan liði sem hafði bætt stöðu sína mikið á milli ára. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn, eða öll nema Valsmenn, sem misstu af titlinum vorið 2002 þrátt fyrir slíka draumabyrjun. Valsmenn unnu þá fyrstu tvö einvígi sín 2-0 og komust síðan í 2-0 á móti KA í lokaúrslitunum. Valsmenn áttu þá eftir tvo heimaleiki á móti KA en norðanmönnum tókst að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í troðfullu gamla Valsheimilinu á Hlíðarenda.Flestir sigrar í röð inn í úrslitakeppni: 7 - Haukar 2005 (Íslandsmeistari) 6 - Haukar 2015 (1-0 yfir í lokaúrslitum) 6 - Valur 2002 (2. sæti) 6 - HK 2012 (Íslandsmeistari) 5 - Valur 1993 (Íslandsmeistari) 4 - KA 2002 (Íslandsmeistari) 4 - ÍR 2003 (2. sæti)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015:8 liða úrslit 3 marka útisigur á FH (32-29) 4 marka heimasigur á FH (28-24)Undanúrslit 8 marka útisigur á Val (32-24) 2 marka heimasigur á Val (21-19) 7 marka útisigur á Val (29-22)Lokaúrslit 1 marks útisigur á Aftureldingu (23-22)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2005:8 liða úrslit 7 marka heimasigur á FH (29-22) 4 marka útisigur á FH (34-30, framlengt)Undanúrslit 4 marka heimasigur á Val (29-25) 2 marka útisigur á Val (29-27)Lokaúrslit 1 marks heimasigur á ÍBV (31-30) 4 marka útisigur á ÍBV (39-35) 4 marka heimasigur á ÍBV (28-24) Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Haukar eru á góðri leið með að halda upp á tíu ára afmæli „fullkomna“ Íslandsmeistaratitilsins frá 2005 með viðeigandi hætti, eða með því að endurtaka leikinn og vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni 2005 en þá þurfti að vinna leik færra í undanúrslitunum. Haukaliðið getur því ekki aðeins jafnað metið í kvöld heldur einnig bætt það á mánudagskvöldið. Haukaliðið í ár hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum á útivelli en leikurinn í kvöld er hins vegar í Schenker-höllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30. Haukar komust líka í 1-0 í lokaúrslitunum fyrir tíu árum með því að vinna eins marks sigur í fyrsta leik og þá var Jónas hetja liðsins en ekki Janus, eins og í fyrrakvöld. Janus Daði Smárason skoraði sigurmarkið á Varmá á miðvikudagskvöldið en í leik eitt fyrir áratug var það varamarkvörðurinn Jónas Stefánsson sem varði lokaskot leiksins og kom í veg fyrir að stórskyttan Tite Kalandadze kæmi leiknum í framlengingu. Það er margt líkt með sigurgöngu Hauka í ár og fyrir tíu árum því bæði lið sópuðu út nágrannaliðinu FH og frændliðinu Val á leið sinni í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætti síðan liði sem hafði bætt stöðu sína mikið á milli ára. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn, eða öll nema Valsmenn, sem misstu af titlinum vorið 2002 þrátt fyrir slíka draumabyrjun. Valsmenn unnu þá fyrstu tvö einvígi sín 2-0 og komust síðan í 2-0 á móti KA í lokaúrslitunum. Valsmenn áttu þá eftir tvo heimaleiki á móti KA en norðanmönnum tókst að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í troðfullu gamla Valsheimilinu á Hlíðarenda.Flestir sigrar í röð inn í úrslitakeppni: 7 - Haukar 2005 (Íslandsmeistari) 6 - Haukar 2015 (1-0 yfir í lokaúrslitum) 6 - Valur 2002 (2. sæti) 6 - HK 2012 (Íslandsmeistari) 5 - Valur 1993 (Íslandsmeistari) 4 - KA 2002 (Íslandsmeistari) 4 - ÍR 2003 (2. sæti)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015:8 liða úrslit 3 marka útisigur á FH (32-29) 4 marka heimasigur á FH (28-24)Undanúrslit 8 marka útisigur á Val (32-24) 2 marka heimasigur á Val (21-19) 7 marka útisigur á Val (29-22)Lokaúrslit 1 marks útisigur á Aftureldingu (23-22)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2005:8 liða úrslit 7 marka heimasigur á FH (29-22) 4 marka útisigur á FH (34-30, framlengt)Undanúrslit 4 marka heimasigur á Val (29-25) 2 marka útisigur á Val (29-27)Lokaúrslit 1 marks heimasigur á ÍBV (31-30) 4 marka útisigur á ÍBV (39-35) 4 marka heimasigur á ÍBV (28-24)
Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira