Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Einamana póstburðartaska. Búast má við að verkfallsaðgerðir SGS í dag og á morgun hafi áhrif á póstþjónustu á landsbyggðinni, þótt röskun verði ekki á útburði á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/GVA Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí. Verkfall 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira