Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Einamana póstburðartaska. Búast má við að verkfallsaðgerðir SGS í dag og á morgun hafi áhrif á póstþjónustu á landsbyggðinni, þótt röskun verði ekki á útburði á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/GVA Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí. Verkfall 2016 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira