Innlent

Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Verkfall félaga BHM hefur veruleg áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem undanþágur þarf til að sinna neyðartilvikum.
Verkfall félaga BHM hefur veruleg áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem undanþágur þarf til að sinna neyðartilvikum. Fréttablaðið/Ernir
Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM).

Í dag er 29. dagur í verkfalli fimm þeirra, sem hófu aðgerðir 7. apríl. Um er að ræða:

  • Félag geislafræðinga
  • Félag lífeindafræðinga
  • Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala
  • Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.)
  • Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu
Þá hófst á 9. apríl ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 27. degi.

Þá hefur verkfall í dag staðið í 16. daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:

  • Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun
  • Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á
  • Matvælastofnun
  • Dýralæknafélag Íslands
Að auki stendur svo yfir verkfall Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar.

Síðasta fimmtudag voru fyrstu verkfallsaðgerðir félaga Starfsgreinasambandsins, en næstu aðgerðir þar eru allsherjarvinnustöðvun á morgun og hinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×