Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus sveinn arnarsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Kjúklingabirgðir landsins verða búnar innan skamms. Ferskur kjúklingur er ófáanlegur og frosinn kjúklingur verður brátt einnig uppseldur. Fréttablaðið/Valli Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson. Verkfall 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira