Fram þjáðir menn í þúsund löndum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Lögregla áætlar að um 9000 manns hafi mætt í kröfugöngu Fréttablaðið/Pjetur „Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn. Verkfall 2016 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn.
Verkfall 2016 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent