
Seðlabankaraunir
Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana.
Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því.
Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans?
Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf?
Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.
Íslensk fyrirtæki eru aflögufær
Á sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann.
Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum.
Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi.
Skoðun

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar