Hildarleikur í hafi: hvað getum við gert? Hermann Ottósson og Þórir Guðmundsson skrifar 21. apríl 2015 09:00 Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávarháska. Rauði krossinn hefur stutt við flóttafólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með öruggum hætti til landsins þar sem hælisumsókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveðinna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjölfarið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávarháska. Rauði krossinn hefur stutt við flóttafólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með öruggum hætti til landsins þar sem hælisumsókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveðinna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjölfarið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun