Gunnar keppir um titil innan árs Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. apríl 2015 08:00 Gunnar og Kavanagh eru hér á góðri stund í æfingasal Kavanaghs í Dublin þar sem Gunnar hefur æft lengi. fréttablaðið/friðrik þór „Þetta verður risastórt kvöld fyrir okkur alla,“ segir írski MMA-þjálfarinn John Kavanagh en hann verður heldur betur í sviðsljósinu í Las Vegas þann 11. júlí er stærsta bardagakvöld ársins í UFC fer fram. Þetta er líklega þess utan stærsta kvöld í sögu UFC. „Þetta kvöld er þegar búið að setja met í aðgangseyri hjá UFC og ég er ekki í nokkrum vafa um að aldrei eigi fleiri eftir að kaupa aðgang að þessu bardagakvöldi í gegnum sjónvarp. Þetta er alvöru.“ Kavanagh er þjálfari Gunnars Nelson og einnig Írans Conors McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins. Kavanagh er búinn að þjálfa þá lengi og er heldur betur að uppskera þessa dagana.Árangurinn kemur ekki á óvart „Mér finnst við vera búnir að vera í þessu lengi. Bæði Conor og Gunni hafa æft hjá mér í að verða tíu ár. Ég er ekki hissa á því að þeir hafi skotist upp á stjörnuhimininn því við höfum æft mikið og strákarnir lagt gríðarlega mikið á sig. Þeir voru báðir vel tilbúnir er þeir fóru í UFC og ég vissi að þess yrði ekki langt að bíða að það yrði talað um titilbardaga hjá þeim báðum þar.“VísirAð æfa og æfa vel er nákvæmlega það sem þeir ætla að gera fyrir kvöldið stóra í Vegas. „Við förum snemma í maí. Gunnar fer beint til Mexíkó með nokkrum af mínum strákum og mun æfa þar í sex vikur. Meðal annars með Cathal Pendred og fleiri þungum strákum sem hann hefur ekki gert um tíma. Það ætti að undirbúa hann betur. Við förum svo til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann og æfum þar með Conor McGregor,“ segir Kavanagh en hann mun vera með Gunnari seinni þrjár vikurnar í Mexíkó og svo að sjálfsögðu allan tímann í Las Vegas.Gunni hluti af nýrri kynslóð Kavanagh er handviss um að Conor McGregor vinni heimsmeistaratitil í Las Vegas og hann spáir því einnig að Gunnar muni sýna Bandaríkjamönnum og UFC-heiminum hvað í hann sé spunnið. „Ég trúi því að Gunni muni sanna í þessum bardaga af hverju talað er um hann sem hluta af nýrri kynslóð bardagamanna í UFC.“ Maðurinn sem Gunnar mun berjast við í Las Vegas er 27 ára gamall Englendingur sem heitir John Hathaway. Það hefur ekki farið mikið fyrir honum síðustu ár þar sem hann var að glíma við veikindi.Vísir„Ég er ekki viss um að margir nýir aðdáendur UFC þekki mikið til hans. Ég geri það samt og hann er ótrúlega sterkur andstæðingur sem hefur haft betur gegn stórum nöfnum,“ segir Kavanagh en Hathaway hefur meðal annars unnið Rick Story sem varð fyrstur til þess að vinna Gunnar í fyrra. Tom Egan er fyrsti lærisveinn Kavanaghs sem tók þátt í UFC en það var árið 2009. Egan mætti þá Hathaway og Hathaway hafði betur. Kavanagh þekkir því vel til Englendingsins og hefur ekki gleymt honum. „Þetta er stór og sterkur strákur og ég held að Gunni verði upp á sitt besta gegn honum. Ég tel að Gunni sé sterkari bardagamaður og eigi að geta náð sér aftur á strik í þessum bardaga. Náð Hathaway í gólfið, sem hann gerir manna best, og klárað hann.“ Þetta verður í fyrsta skipti sem Gunnar keppir í Bandaríkjunum og ótrúlegt tækifæri sem hann fær að vera með á þessu kvöldi.Með Haraldi Nelson, föður Gunnars og umboðsmanni.Vísir„Það er stórkostlegt og ég trúi varla að þetta sé hans fyrsti bardagi í Vegas. Ég trúi því að Gunni eigi eftir að verða stórstjarna í Bandaríkjunum og berjast um heimsmeistaratitil innan tólf mánaða,“ segir Kavanagh bjartsýnn fyrir hönd okkar manns.Sér fyrir sér leið Gunnars „Hvað er betri auglýsingagluggi fyrir hann en bardagi á stærsta bardagakvöldi ársins með stærsta titilbardaga ársins? Gunni er að fara að horfa á Conor félaga sinn ná í heimsmeistarabelti og það mun bara gera hann hungraðri í að ná í sitt belti.“ Það er mikil yfirlýsing hjá Kavanagh að Gunnar berjist um titil innan eins árs. Hvernig sér hann það gerast? „Það verður þessi bardagi, tveir í viðbót og svo titilbardagi. Þannig sé ég þetta fyrir mér. Ég held að þetta verði frábær bardagi hjá Gunna þar sem hann sýnir sínar bestu hliðar. Svo kemur annar bardagi við mann á topp tuttugu og eftir það bardagi við mann á topp tíu þar sem hann mun sýna að hann eigi skilið að keppa um heimsmeistaratitil. Ég trúi því að Rory MacDonald verði heimsmeistari en hann er af nýju kynslóðinni eins og Gunni. Ég sé því fyrir mér titilbardaga á milli Gunna og Rory MacDonald eftir svona ár.“ MMA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
„Þetta verður risastórt kvöld fyrir okkur alla,“ segir írski MMA-þjálfarinn John Kavanagh en hann verður heldur betur í sviðsljósinu í Las Vegas þann 11. júlí er stærsta bardagakvöld ársins í UFC fer fram. Þetta er líklega þess utan stærsta kvöld í sögu UFC. „Þetta kvöld er þegar búið að setja met í aðgangseyri hjá UFC og ég er ekki í nokkrum vafa um að aldrei eigi fleiri eftir að kaupa aðgang að þessu bardagakvöldi í gegnum sjónvarp. Þetta er alvöru.“ Kavanagh er þjálfari Gunnars Nelson og einnig Írans Conors McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins. Kavanagh er búinn að þjálfa þá lengi og er heldur betur að uppskera þessa dagana.Árangurinn kemur ekki á óvart „Mér finnst við vera búnir að vera í þessu lengi. Bæði Conor og Gunni hafa æft hjá mér í að verða tíu ár. Ég er ekki hissa á því að þeir hafi skotist upp á stjörnuhimininn því við höfum æft mikið og strákarnir lagt gríðarlega mikið á sig. Þeir voru báðir vel tilbúnir er þeir fóru í UFC og ég vissi að þess yrði ekki langt að bíða að það yrði talað um titilbardaga hjá þeim báðum þar.“VísirAð æfa og æfa vel er nákvæmlega það sem þeir ætla að gera fyrir kvöldið stóra í Vegas. „Við förum snemma í maí. Gunnar fer beint til Mexíkó með nokkrum af mínum strákum og mun æfa þar í sex vikur. Meðal annars með Cathal Pendred og fleiri þungum strákum sem hann hefur ekki gert um tíma. Það ætti að undirbúa hann betur. Við förum svo til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann og æfum þar með Conor McGregor,“ segir Kavanagh en hann mun vera með Gunnari seinni þrjár vikurnar í Mexíkó og svo að sjálfsögðu allan tímann í Las Vegas.Gunni hluti af nýrri kynslóð Kavanagh er handviss um að Conor McGregor vinni heimsmeistaratitil í Las Vegas og hann spáir því einnig að Gunnar muni sýna Bandaríkjamönnum og UFC-heiminum hvað í hann sé spunnið. „Ég trúi því að Gunni muni sanna í þessum bardaga af hverju talað er um hann sem hluta af nýrri kynslóð bardagamanna í UFC.“ Maðurinn sem Gunnar mun berjast við í Las Vegas er 27 ára gamall Englendingur sem heitir John Hathaway. Það hefur ekki farið mikið fyrir honum síðustu ár þar sem hann var að glíma við veikindi.Vísir„Ég er ekki viss um að margir nýir aðdáendur UFC þekki mikið til hans. Ég geri það samt og hann er ótrúlega sterkur andstæðingur sem hefur haft betur gegn stórum nöfnum,“ segir Kavanagh en Hathaway hefur meðal annars unnið Rick Story sem varð fyrstur til þess að vinna Gunnar í fyrra. Tom Egan er fyrsti lærisveinn Kavanaghs sem tók þátt í UFC en það var árið 2009. Egan mætti þá Hathaway og Hathaway hafði betur. Kavanagh þekkir því vel til Englendingsins og hefur ekki gleymt honum. „Þetta er stór og sterkur strákur og ég held að Gunni verði upp á sitt besta gegn honum. Ég tel að Gunni sé sterkari bardagamaður og eigi að geta náð sér aftur á strik í þessum bardaga. Náð Hathaway í gólfið, sem hann gerir manna best, og klárað hann.“ Þetta verður í fyrsta skipti sem Gunnar keppir í Bandaríkjunum og ótrúlegt tækifæri sem hann fær að vera með á þessu kvöldi.Með Haraldi Nelson, föður Gunnars og umboðsmanni.Vísir„Það er stórkostlegt og ég trúi varla að þetta sé hans fyrsti bardagi í Vegas. Ég trúi því að Gunni eigi eftir að verða stórstjarna í Bandaríkjunum og berjast um heimsmeistaratitil innan tólf mánaða,“ segir Kavanagh bjartsýnn fyrir hönd okkar manns.Sér fyrir sér leið Gunnars „Hvað er betri auglýsingagluggi fyrir hann en bardagi á stærsta bardagakvöldi ársins með stærsta titilbardaga ársins? Gunni er að fara að horfa á Conor félaga sinn ná í heimsmeistarabelti og það mun bara gera hann hungraðri í að ná í sitt belti.“ Það er mikil yfirlýsing hjá Kavanagh að Gunnar berjist um titil innan eins árs. Hvernig sér hann það gerast? „Það verður þessi bardagi, tveir í viðbót og svo titilbardagi. Þannig sé ég þetta fyrir mér. Ég held að þetta verði frábær bardagi hjá Gunna þar sem hann sýnir sínar bestu hliðar. Svo kemur annar bardagi við mann á topp tuttugu og eftir það bardagi við mann á topp tíu þar sem hann mun sýna að hann eigi skilið að keppa um heimsmeistaratitil. Ég trúi því að Rory MacDonald verði heimsmeistari en hann er af nýju kynslóðinni eins og Gunni. Ég sé því fyrir mér titilbardaga á milli Gunna og Rory MacDonald eftir svona ár.“
MMA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira