Óttast að Þingvellir fari illa næstu vikur 11. apríl 2015 11:30 Í febrúar var strax mikil umferð ferðamanna á Þingvöllum. MYND/BERGLIND SIGMUNDSDÓTTIR Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru. Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru.
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira