Þjóðareign Stefán Jón Hafstein skrifar 10. apríl 2015 07:00 Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar