Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var meðal annars viðstaddur samningsundirritun Orku Energy í Reykjavík í desember 2013. Mynd/Orka Energy Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra segir að vinnuferð ráðuneytisins til Kína þar sem hann sat meðal annars fundi með jarðavarmafyrirtækinu Orka Energyhafi verið sú fyrsta sinnar tegunar í ráðherratíð hans. Illugi starfaði fyrir Orku Energy sem ráðgjafi meðan hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið og hafa vinnuferðir hans til Kína með fulltúum fyrirtækisins eftir að hann tók við embætti ráðherra vakið athygli. Aðspurður um hvort hann hafi farið í fleiri sambærilegar utanlandsferðir í ráðherratíð sinni til að greiða götur íslenskra orkufyrirtækja eða annarra segir hann svo ekki vera. „Komi til fleiri slíkra ferða til annarra landa, verður leitast við að aðstoða íslensk fyrirtæki sem þar starfa eftir föngum, sérstaklega þau sem starfa á sviði hátækni og vísinda,“ segir Illugi í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Illugi segir íslenska ráðamenn á undanförnum árum hafa stutt við starfsemi Orku Energy í Kína. „Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson hafa öll verið vitstödd undirritanir samninga sem Orka Energy hefur gert við samstarfsaðila sína í Kína. Þessi starfsemi Orku hefur leitt til þess að tugir íslenskra vísindamanna og sérfræðinga á sviði jarðhita hafa fengið störf vegna jarðhitaverkefna Orku í Kína,“ segir Illugi.Styður starfsemina Íslenskir ráðamenn hafa áður stutt við starfsemi Orku Energy í Kína, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson, segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVAIllugi gefur ekki upp fjárhæð greiðslna Orku Energy fyrir störf hans hjá fyrirtækinu en bendir á að nálgast megi upplýsingar um tekjur hans á þeim árum í opinberum gögnum. Hann segist aðeins hafa unnið fyrir fyrirtækið meðan hann var utan þings, verkefnin hafi klárast á árinu 2012 og þess vegna hafi hann getið um þau í hagsmunaskráningu Alþingis, sem síðan hefur farist fyrir að uppfæra.Illugi segist einnig hafa starfað fyrir fleiri fyrirtæki meðan hann var utan þings, þar á meðal að verkefnum í Asíu. Meðal þeirra verkefna var skoðun á möguleikum á markaðssetningu á snyrtivörum líftæknifélagsins Orf í Asíu. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra segir að vinnuferð ráðuneytisins til Kína þar sem hann sat meðal annars fundi með jarðavarmafyrirtækinu Orka Energyhafi verið sú fyrsta sinnar tegunar í ráðherratíð hans. Illugi starfaði fyrir Orku Energy sem ráðgjafi meðan hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið og hafa vinnuferðir hans til Kína með fulltúum fyrirtækisins eftir að hann tók við embætti ráðherra vakið athygli. Aðspurður um hvort hann hafi farið í fleiri sambærilegar utanlandsferðir í ráðherratíð sinni til að greiða götur íslenskra orkufyrirtækja eða annarra segir hann svo ekki vera. „Komi til fleiri slíkra ferða til annarra landa, verður leitast við að aðstoða íslensk fyrirtæki sem þar starfa eftir föngum, sérstaklega þau sem starfa á sviði hátækni og vísinda,“ segir Illugi í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Illugi segir íslenska ráðamenn á undanförnum árum hafa stutt við starfsemi Orku Energy í Kína. „Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson hafa öll verið vitstödd undirritanir samninga sem Orka Energy hefur gert við samstarfsaðila sína í Kína. Þessi starfsemi Orku hefur leitt til þess að tugir íslenskra vísindamanna og sérfræðinga á sviði jarðhita hafa fengið störf vegna jarðhitaverkefna Orku í Kína,“ segir Illugi.Styður starfsemina Íslenskir ráðamenn hafa áður stutt við starfsemi Orku Energy í Kína, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson, segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVAIllugi gefur ekki upp fjárhæð greiðslna Orku Energy fyrir störf hans hjá fyrirtækinu en bendir á að nálgast megi upplýsingar um tekjur hans á þeim árum í opinberum gögnum. Hann segist aðeins hafa unnið fyrir fyrirtækið meðan hann var utan þings, verkefnin hafi klárast á árinu 2012 og þess vegna hafi hann getið um þau í hagsmunaskráningu Alþingis, sem síðan hefur farist fyrir að uppfæra.Illugi segist einnig hafa starfað fyrir fleiri fyrirtæki meðan hann var utan þings, þar á meðal að verkefnum í Asíu. Meðal þeirra verkefna var skoðun á möguleikum á markaðssetningu á snyrtivörum líftæknifélagsins Orf í Asíu.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira