Hollendingurinn Sjaak Rijke fékk frelsið nú í vikunni eftir að hafa verið í gíslingu al Kaída-manna í Malí frá árinu 2011. Franskir sérsveitarmenn komu honum til bjargar snemma sunnudags.
Í gær var hann kominn til höfuðborgarinnar Bamako, þar sem hann steig um borð í flugvél frá hollenska varnarmálaráðuneytinu. Ferðinni var heitið heim til Hollands.
Í nóvember árið 2011 réðust vopnaðir menn inn á hótel í Timbúktú og tóku þar Rijke í gíslingu ásamt tveimur öðrum mönnum, Svíanum Johan Gustafsson og Suður-Afríkumanninum Stephen Malcolm.
