Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar 7. apríl 2015 08:00 Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi.Rangur ÓliÍ upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti. Á þessum villigötum ályktar Hæstiréttur að maður minn hafi verið í miðju viðskiptanna á útfærslustigi og unnið við hlið starfsmanna bankans.Á þessu símtali er hvorki byggt af hálfu héraðsdóms né ákæruvaldinu sjálfu, sem bendir til að þeir átti sig á að samtalið er ekki við Ólaf. Þetta gengur hins vegar þvert á framburð hans og allra annarra vitna í málinu. Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi og byggir niðurstöðu sína að verulegu leyti á því sem fram kemur í þessu samtali.Kunningsskapur til margra áraSem maki Ólafs þekki ég sögu málsins vel. Þeir sem að viðskiptunum stóðu eru mér flestir vel kunnir. Þar er ég að tala um Al Thani-frændur og aðstoðarmenn þeirra. Sheik Sultan Al Thani hefur, ásamt lögmanni og ráðgjafa, verið gestur á heimili mínu á Íslandi og erlendis og ég hef hitt þá við ýmis tækifæri. Mér var fullkunnugt um áhuga þeirra á Kaupþingi banka og þá miklu vinnu sem fór af stað í kjölfarið við að koma viðskiptunum á. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir að íslenskir fjölmiðlar virtust í fyrstu telja að þeir frændur, Sultan og Muhammed Al Thani, væru „huldumenn“ og í raun tilbúningur. Síðar meir, þegar ljóst var orðið að þessir menn væru af holdi og blóði og tilheyra fjölskyldu emírsins í Katar, þá var glæpurinn orðinn samantekin ráð Al Thani-fjölskyldunnar, stjórnenda Kaupþings og Ólafs, leikrit sett á svið í þeim tilgangi að villa um fyrir fjárfestum á Íslandi. Mér er óskiljanlegt hvernig hægt er að ímynda sér, í ljósi efnahagslegrar og félagslegrar stöðu þeirra frænda, að þeir hafi verið tilbúnir að hætta nafni sínu og mannorði með þátttöku í sýndarviðskiptum og óheiðarlegu braski. Allt án nokkurs mögulegs ávinnings fyrir þá sjálfa.Lykilvitni ekki kölluð fyrir dómEn ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu. Al Thani-frændur hljóta þá í öllu falli að vera gríðarlega mikilvæg vitni og því nauðsynlegt að fá fram eiðsvarinn vitnisburð þeirra í réttarsal. Sérstakur saksóknari lætur sér þess í stað nægja að taka viðtal við þá í London, að verjendum ákærðu fjarstöddum. Framburður þeirra um að þeir hafi verið einu kaupendurnir í þessum viðskiptum er í ofanálag virtur að vettugi í dómi Hæstaréttar. Hvað hræddi menn frá því að fá fram þeirra sýn á þetta stærsta efnahagsbrotamál Íslands? Sú staðreynd að þeir hafa gert upp skuldir sínar við bankann og greitt slitastjórn Kaupþings fleiri milljarða króna hefur einnig furðulítið gildi í meðferð Hæstaréttar. Greiðslurnar endurspegluðu margra milljarða áhættu Al Thani af viðskiptunum sem var umtalsvert meiri en tíðkaðist í hlutabréfaviðskiptum á þessum tíma. Samkvæmt dómi Hæstaréttar voru þessir þrautreyndu viðskiptamenn að taka á sig þá áhættu að verulegu leyti fyrir mann minn, án endurgjalds.Ný aðferðafræði Hæstaréttar / Dómur HæstaréttarÞrátt fyrir að Al Thani-málið lenti snemma í brennidepli í umræðu sem mótaðist af miklum tilfinningahita og reiði sem kom í kjölfar bankahrunsins, þá stóð ég alltaf í þeirri trú að opinber umræða myndi ekki hafa úrslitaáhrif á faglega vinnu dómara Hæstaréttar. Ég trúði því og treysti að þeir stæðu fast á gildum réttarríkisins að viðlögðu drengskaparheiti sínu. Niðurstaða Hæstaréttar kom því sem reiðarslag og gengur gegn gögnum málsins. Það sem er undarlegt við dóm Hæstaréttar er að hann endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og lög gera ráð fyrir, heldur vinnur nýtt mál upp úr málskjölum og býr til nýjan dóm, sem byggður er á allt öðrum forsendum en dómur héraðsdóms. Dómarar fara þarna ótroðnar slóðir, klæðast allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. Þessu má líkja við að við hefðum bara eitt dómstig í landinu, eitt dómstig sem fjallar ekkert um varnir sakborninga; grundvallarmannréttindi okkar allra. Afleiðingar þessa ‚nýja vinnulags‘ Hæstaréttar eru óumflýjanlega þær að mistök eiga sér stað. Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings. Eftir að dómur féll heyrðust háværar raddir um að Hæstiréttur hafi talað og nú skuli menn láta staðar numið. Jafnvel hefur heyrst að gagnrýni á niðurstöðu Hæstaréttar sé aðför að réttarríkinu. En er það svo? Er ekki frelsið til að tjá sig, gagnrýna og segja skoðun sína, einn af hornsteinum réttarríkisins? Er ekki öllum grundvallarstoðum samfélagsins hollt að vera undir vökulu auga þegnanna? Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi.Rangur ÓliÍ upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti. Á þessum villigötum ályktar Hæstiréttur að maður minn hafi verið í miðju viðskiptanna á útfærslustigi og unnið við hlið starfsmanna bankans.Á þessu símtali er hvorki byggt af hálfu héraðsdóms né ákæruvaldinu sjálfu, sem bendir til að þeir átti sig á að samtalið er ekki við Ólaf. Þetta gengur hins vegar þvert á framburð hans og allra annarra vitna í málinu. Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi og byggir niðurstöðu sína að verulegu leyti á því sem fram kemur í þessu samtali.Kunningsskapur til margra áraSem maki Ólafs þekki ég sögu málsins vel. Þeir sem að viðskiptunum stóðu eru mér flestir vel kunnir. Þar er ég að tala um Al Thani-frændur og aðstoðarmenn þeirra. Sheik Sultan Al Thani hefur, ásamt lögmanni og ráðgjafa, verið gestur á heimili mínu á Íslandi og erlendis og ég hef hitt þá við ýmis tækifæri. Mér var fullkunnugt um áhuga þeirra á Kaupþingi banka og þá miklu vinnu sem fór af stað í kjölfarið við að koma viðskiptunum á. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir að íslenskir fjölmiðlar virtust í fyrstu telja að þeir frændur, Sultan og Muhammed Al Thani, væru „huldumenn“ og í raun tilbúningur. Síðar meir, þegar ljóst var orðið að þessir menn væru af holdi og blóði og tilheyra fjölskyldu emírsins í Katar, þá var glæpurinn orðinn samantekin ráð Al Thani-fjölskyldunnar, stjórnenda Kaupþings og Ólafs, leikrit sett á svið í þeim tilgangi að villa um fyrir fjárfestum á Íslandi. Mér er óskiljanlegt hvernig hægt er að ímynda sér, í ljósi efnahagslegrar og félagslegrar stöðu þeirra frænda, að þeir hafi verið tilbúnir að hætta nafni sínu og mannorði með þátttöku í sýndarviðskiptum og óheiðarlegu braski. Allt án nokkurs mögulegs ávinnings fyrir þá sjálfa.Lykilvitni ekki kölluð fyrir dómEn ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu. Al Thani-frændur hljóta þá í öllu falli að vera gríðarlega mikilvæg vitni og því nauðsynlegt að fá fram eiðsvarinn vitnisburð þeirra í réttarsal. Sérstakur saksóknari lætur sér þess í stað nægja að taka viðtal við þá í London, að verjendum ákærðu fjarstöddum. Framburður þeirra um að þeir hafi verið einu kaupendurnir í þessum viðskiptum er í ofanálag virtur að vettugi í dómi Hæstaréttar. Hvað hræddi menn frá því að fá fram þeirra sýn á þetta stærsta efnahagsbrotamál Íslands? Sú staðreynd að þeir hafa gert upp skuldir sínar við bankann og greitt slitastjórn Kaupþings fleiri milljarða króna hefur einnig furðulítið gildi í meðferð Hæstaréttar. Greiðslurnar endurspegluðu margra milljarða áhættu Al Thani af viðskiptunum sem var umtalsvert meiri en tíðkaðist í hlutabréfaviðskiptum á þessum tíma. Samkvæmt dómi Hæstaréttar voru þessir þrautreyndu viðskiptamenn að taka á sig þá áhættu að verulegu leyti fyrir mann minn, án endurgjalds.Ný aðferðafræði Hæstaréttar / Dómur HæstaréttarÞrátt fyrir að Al Thani-málið lenti snemma í brennidepli í umræðu sem mótaðist af miklum tilfinningahita og reiði sem kom í kjölfar bankahrunsins, þá stóð ég alltaf í þeirri trú að opinber umræða myndi ekki hafa úrslitaáhrif á faglega vinnu dómara Hæstaréttar. Ég trúði því og treysti að þeir stæðu fast á gildum réttarríkisins að viðlögðu drengskaparheiti sínu. Niðurstaða Hæstaréttar kom því sem reiðarslag og gengur gegn gögnum málsins. Það sem er undarlegt við dóm Hæstaréttar er að hann endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og lög gera ráð fyrir, heldur vinnur nýtt mál upp úr málskjölum og býr til nýjan dóm, sem byggður er á allt öðrum forsendum en dómur héraðsdóms. Dómarar fara þarna ótroðnar slóðir, klæðast allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. Þessu má líkja við að við hefðum bara eitt dómstig í landinu, eitt dómstig sem fjallar ekkert um varnir sakborninga; grundvallarmannréttindi okkar allra. Afleiðingar þessa ‚nýja vinnulags‘ Hæstaréttar eru óumflýjanlega þær að mistök eiga sér stað. Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings. Eftir að dómur féll heyrðust háværar raddir um að Hæstiréttur hafi talað og nú skuli menn láta staðar numið. Jafnvel hefur heyrst að gagnrýni á niðurstöðu Hæstaréttar sé aðför að réttarríkinu. En er það svo? Er ekki frelsið til að tjá sig, gagnrýna og segja skoðun sína, einn af hornsteinum réttarríkisins? Er ekki öllum grundvallarstoðum samfélagsins hollt að vera undir vökulu auga þegnanna? Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun