Búinn að fá tvisvar sinnum heilahristing og tímabilið líklega búið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2015 07:45 Magnús hefur lent í miklum skakkaföllum í vetur en náði þó að verða bikarmeistari. vísir/stefán „Heilsan hefur oft verið betri,“ segir fyrirliði ÍBV, Magnús Stefánsson, en lukkan hefur ekki beint leikið við hann í vetur. Hann fékk heilahristing fyrr í vetur og svo lenti hann líka í árekstri í Vestmannaeyjum og hefur vart verið góður síðan. Óttast er að Magnús sé kviðslitinn en hann ætti að fá það staðfest í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá honum fokið út um gluggann og hann missir af úrslitakeppninni. „Ég er talsvert kvalinn og á erfitt með gang. Þeir segja að einkenni bendi til þess að ég sé kviðslitinn,“ segir Magnús en hann yrði þá annar leikmaður ÍBV sem kviðslitnar í vetur. Sindri Haraldsson er einnig kviðslitinn. „Þetta var nokkuð harkalegt bílslys sem ég lenti í og einn læknir hefur tengt það við meiðslin mín í dag. Ég var farþegi í bíl og við fengum annan bíl inn í hliðina. Þetta var algert óhapp.“ Magnús var þá á leiðinni upp á flugvöll í Eyjum að fljúga með liðinu í leik. Hann fór með liðinu þrátt fyrir slysið en þegar hann byrjaði að hita upp fór hann að svima og þá var hann settur í hvíld. Engin áhætta tekin. „Ég hef verið frekar slæmur eftir slysið enda fékk ég talsvert höfuðhögg. Þetta er mjög svekkjandi en liðið má ekki við neinum skakkaföllum. Ég prófaði að spila einn leik en var með verki,“ segir Magnús, en talið er að hann hafi fengið heilahristing í slysinu. „Það er þá í annað sinn því ég fékk líka höfuðhögg og heilahristing fyrr í vetur. Það var fyrir pásuna í deildinni og ég fékk því tíma til að jafna mig.“ Magnús er ekkert allt of bjartsýnn á að spila meira í vetur. „Ég get ekki hreyft mig nokkurn skapaðan hlut núna. Ef ég er kviðslitinn þá er þetta líklega búið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil með meiðslin en mér tókst þó samt að vinna bikarinn með ÍBV sem var ágætt. Við viljum samt meira þó svo það hafi verið á brattann að sækja í síðustu leikjum.“ Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
„Heilsan hefur oft verið betri,“ segir fyrirliði ÍBV, Magnús Stefánsson, en lukkan hefur ekki beint leikið við hann í vetur. Hann fékk heilahristing fyrr í vetur og svo lenti hann líka í árekstri í Vestmannaeyjum og hefur vart verið góður síðan. Óttast er að Magnús sé kviðslitinn en hann ætti að fá það staðfest í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá honum fokið út um gluggann og hann missir af úrslitakeppninni. „Ég er talsvert kvalinn og á erfitt með gang. Þeir segja að einkenni bendi til þess að ég sé kviðslitinn,“ segir Magnús en hann yrði þá annar leikmaður ÍBV sem kviðslitnar í vetur. Sindri Haraldsson er einnig kviðslitinn. „Þetta var nokkuð harkalegt bílslys sem ég lenti í og einn læknir hefur tengt það við meiðslin mín í dag. Ég var farþegi í bíl og við fengum annan bíl inn í hliðina. Þetta var algert óhapp.“ Magnús var þá á leiðinni upp á flugvöll í Eyjum að fljúga með liðinu í leik. Hann fór með liðinu þrátt fyrir slysið en þegar hann byrjaði að hita upp fór hann að svima og þá var hann settur í hvíld. Engin áhætta tekin. „Ég hef verið frekar slæmur eftir slysið enda fékk ég talsvert höfuðhögg. Þetta er mjög svekkjandi en liðið má ekki við neinum skakkaföllum. Ég prófaði að spila einn leik en var með verki,“ segir Magnús, en talið er að hann hafi fengið heilahristing í slysinu. „Það er þá í annað sinn því ég fékk líka höfuðhögg og heilahristing fyrr í vetur. Það var fyrir pásuna í deildinni og ég fékk því tíma til að jafna mig.“ Magnús er ekkert allt of bjartsýnn á að spila meira í vetur. „Ég get ekki hreyft mig nokkurn skapaðan hlut núna. Ef ég er kviðslitinn þá er þetta líklega búið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil með meiðslin en mér tókst þó samt að vinna bikarinn með ÍBV sem var ágætt. Við viljum samt meira þó svo það hafi verið á brattann að sækja í síðustu leikjum.“
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira