Traust þarf að ávinna sér Skjóðan skrifar 25. mars 2015 12:00 Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér. Alþingi Skjóðan Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira