Traust þarf að ávinna sér Skjóðan skrifar 25. mars 2015 12:00 Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér. Alþingi Skjóðan Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér.
Alþingi Skjóðan Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira