Ennþá hönd í hönd! Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 23. mars 2015 07:00 „Tilfinningin um að norrænu þjóðirnar eigi samleið, hefur á síðustu árum orðið sífellt sterkari og samvinnann milli þeirra náð yfir æ fleiri svið þjóðlífsins. Fjölmargir þjóðfélagshópar hafa einnig sannfærst um að samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Svona hljóma upphafslínur fyrstu stefnuyfirlýsingar norska norrænafélagsins frá árinu 1919. Þessi næstum 100 ára gamla stefnuyfirlýsing lýsir enn í dag, með ljóðrænum hætti, kjarnanum í samstarfshugsjón okkar jafnaðarmann í Norðurlandaráði, um að „samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Hugsjónin um að við saman, hönd í hönd, séum sterkari og betur í stakk búin til að vinna í þágu núverandi og tilvonandi íbúa og gera Norðurlöndin að ennþá betri og meira aðlaðandi heimshluta til vinna, stofna fjölskyldu og eldast í. Við vinnum að framförum, árið um kring, þvert á landamæri á þeim mikilvægu samfélagssviðum sem grundvölluð eru í hinum sögufræga Helsinkisáttmála, réttarfars-, menningar-, fjarskipta-, umhverfis-, velferðar- og efnahagsmála. Þessi samstarfssáttmáli frá 1962, Helsinkisáttmálinn, milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar er enn í fullu gildi og ráðandi um starf okkar, þegar við fjórum sinnum á ári, komum saman og mótum stefnu, tillögur og verkefni í samræmi við jafnaðarhusjónir okkar um frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA, óháð aldri, kyni, þjóðerni, pólitískri sannfæringu eða samfélagslegri stöðu. Norrænu félögin voru stofnuð um árið 1919, rétt eftir fyrri heimstyrjöldina. Norðurlandaráð var sett á laggirnar árið 1952, fáum árum eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar. Og árið 1962, á meðan á Víetnamstríðinu stóð, var Helsinkisáttmálinn undirritaður. Á sama tíma varpaði kaldastríðið myrkum skugga yfir stóran hluta jarðarinnar, meðal annars Norðurlöndin. Þetta varð til þess, að baráttan fyrir friði og verkefnum sem unnu gegn skelfilegum afleiðingum stríðs og doða eftirstríðsáranna varð sem rauður þráður í starfi Norðurlandaráðs. Samstaðan um að tryggja, að á hverjum tíma gætum við litið til beggja handa og séð að þar stæðu samherjar sem myndu berjast fyrir sömu gildum og þú – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA. Nú, sem fyrr, getum við litið stolt um öxl enda blasir við fjöldinn allur af árangursríkum og vel heppnuðum verkefnum. Allan ársins hring, höldum við ríkisstjórnum landanna og ráðherraráði Norðurlandaráðs við efnið, með fyrirspurnum og tillögum að nýjum verkefnum og áhrifana gætir víða í áherslum ríkisstjórnanna og lagasetningu á öllum Norðurlöndunum.Einstakt samstarf Við munum áfram leggja okkar að mörkum, til að „verkefni sem vinna má í samstarfi, verði leyst með þeim hætti, svofremi að þau samræmist hagsmunum hvers lands”, eins og segir í stefnuyfirlýsingunni frá 1919 með yfirskriftinni „Herhvöt”. Norrænt samstarf er einstakt, hvernig sem á það er litið. Öll erum við mismunandi, en við eigum sameiginlegan menningarskilning og samfélagsgerð. En það sem við eigum fyrst og fremst sameiginlegt, eru grunngildin um mannréttindi, velferð og vöxt. Allir borgarar Norðurlandanna eiga rétt á atvinnu og menntun, hvort sem menn koma frá stórborgunum í suðri, eða smáum eyjum eða afskektum byggðum Grænlands. Óttalaus á maður að geta stofnað fjölskyldu eða orðið gamall á Norðurlöndum. Og þannig er það. En það er alltaf hægt að gera betur. Og fjölmargar hindranir í að flytja og starfa yfir landamæri Norðurlandanna eru meðal verkefna sem við þurfum stöðugt að sinna til að auka lífsgæði fólks á Norðurlöndum. Við bjóðum alla velkomna til Norðurlanda, sem koma í friði og vilja hefja þar nýtt líf fyrir sig og sína. Og þegar öfgar og hryðjuverk ógna samfélögum okkar, stillum við saman strengi okkar, lítum til beggja handa og sjáum karla og konur, með sömu óskir og þrár – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA! Marit Nybakk formaður, þingmaður Noregi, Phia Andersson, þingmaður Svíþjóð,Tuula Peltonen, þingmaður Finnlandi,Karin Gaardsted, þingmaður Danmörku, Guðbjartur Hannesson, varaforseti Norðurlandaráðs,fyrir hönd þingflokks Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
„Tilfinningin um að norrænu þjóðirnar eigi samleið, hefur á síðustu árum orðið sífellt sterkari og samvinnann milli þeirra náð yfir æ fleiri svið þjóðlífsins. Fjölmargir þjóðfélagshópar hafa einnig sannfærst um að samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Svona hljóma upphafslínur fyrstu stefnuyfirlýsingar norska norrænafélagsins frá árinu 1919. Þessi næstum 100 ára gamla stefnuyfirlýsing lýsir enn í dag, með ljóðrænum hætti, kjarnanum í samstarfshugsjón okkar jafnaðarmann í Norðurlandaráði, um að „samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Hugsjónin um að við saman, hönd í hönd, séum sterkari og betur í stakk búin til að vinna í þágu núverandi og tilvonandi íbúa og gera Norðurlöndin að ennþá betri og meira aðlaðandi heimshluta til vinna, stofna fjölskyldu og eldast í. Við vinnum að framförum, árið um kring, þvert á landamæri á þeim mikilvægu samfélagssviðum sem grundvölluð eru í hinum sögufræga Helsinkisáttmála, réttarfars-, menningar-, fjarskipta-, umhverfis-, velferðar- og efnahagsmála. Þessi samstarfssáttmáli frá 1962, Helsinkisáttmálinn, milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar er enn í fullu gildi og ráðandi um starf okkar, þegar við fjórum sinnum á ári, komum saman og mótum stefnu, tillögur og verkefni í samræmi við jafnaðarhusjónir okkar um frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA, óháð aldri, kyni, þjóðerni, pólitískri sannfæringu eða samfélagslegri stöðu. Norrænu félögin voru stofnuð um árið 1919, rétt eftir fyrri heimstyrjöldina. Norðurlandaráð var sett á laggirnar árið 1952, fáum árum eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar. Og árið 1962, á meðan á Víetnamstríðinu stóð, var Helsinkisáttmálinn undirritaður. Á sama tíma varpaði kaldastríðið myrkum skugga yfir stóran hluta jarðarinnar, meðal annars Norðurlöndin. Þetta varð til þess, að baráttan fyrir friði og verkefnum sem unnu gegn skelfilegum afleiðingum stríðs og doða eftirstríðsáranna varð sem rauður þráður í starfi Norðurlandaráðs. Samstaðan um að tryggja, að á hverjum tíma gætum við litið til beggja handa og séð að þar stæðu samherjar sem myndu berjast fyrir sömu gildum og þú – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA. Nú, sem fyrr, getum við litið stolt um öxl enda blasir við fjöldinn allur af árangursríkum og vel heppnuðum verkefnum. Allan ársins hring, höldum við ríkisstjórnum landanna og ráðherraráði Norðurlandaráðs við efnið, með fyrirspurnum og tillögum að nýjum verkefnum og áhrifana gætir víða í áherslum ríkisstjórnanna og lagasetningu á öllum Norðurlöndunum.Einstakt samstarf Við munum áfram leggja okkar að mörkum, til að „verkefni sem vinna má í samstarfi, verði leyst með þeim hætti, svofremi að þau samræmist hagsmunum hvers lands”, eins og segir í stefnuyfirlýsingunni frá 1919 með yfirskriftinni „Herhvöt”. Norrænt samstarf er einstakt, hvernig sem á það er litið. Öll erum við mismunandi, en við eigum sameiginlegan menningarskilning og samfélagsgerð. En það sem við eigum fyrst og fremst sameiginlegt, eru grunngildin um mannréttindi, velferð og vöxt. Allir borgarar Norðurlandanna eiga rétt á atvinnu og menntun, hvort sem menn koma frá stórborgunum í suðri, eða smáum eyjum eða afskektum byggðum Grænlands. Óttalaus á maður að geta stofnað fjölskyldu eða orðið gamall á Norðurlöndum. Og þannig er það. En það er alltaf hægt að gera betur. Og fjölmargar hindranir í að flytja og starfa yfir landamæri Norðurlandanna eru meðal verkefna sem við þurfum stöðugt að sinna til að auka lífsgæði fólks á Norðurlöndum. Við bjóðum alla velkomna til Norðurlanda, sem koma í friði og vilja hefja þar nýtt líf fyrir sig og sína. Og þegar öfgar og hryðjuverk ógna samfélögum okkar, stillum við saman strengi okkar, lítum til beggja handa og sjáum karla og konur, með sömu óskir og þrár – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA! Marit Nybakk formaður, þingmaður Noregi, Phia Andersson, þingmaður Svíþjóð,Tuula Peltonen, þingmaður Finnlandi,Karin Gaardsted, þingmaður Danmörku, Guðbjartur Hannesson, varaforseti Norðurlandaráðs,fyrir hönd þingflokks Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun