Verstöðin Ísland Þröstur Ólafsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til að verja gjaldmiðilinn. Heftir gjaldmiðlar draga ekki bara úr samkeppni heldur auka þeir á einhæfni atvinnulífsins. Þeir ýta þeim greinum sem ekki þrífast við höft út af borðinu, meðan verndaðar auðlindagreinar geta afborið höftin um tíma. Fréttir af flutningi fyrirtækja úr landi eru tíðar. Sá pólitíski og efnahagslegi ávinningur sem náðist með EES-samningnum er að renna okkur úr greipum. Bæði hefur viðskiptaumhverfið breyst og svo virðist sem samningurinn sé að daga uppi í stjórnkerfinu. Lokaðir auðlindaatvinnuvegir munu þola gjaldeyrishöft til skamms tíma, s.s. sjávaraútvegur, landbúnaður og stóriðja (að hluta). Þó mun samkeppnishæfni sjávarútvegsins fljótlega líða fyrir innilokunina. Ástandið í landbúnaði er þannig að það verður trauðla greint með verkfærum hagfræðinnar. Framleiðsluiðnaður, skapandi greinar og sprotafyrirtæki munu reyna að flytja starfsemi sína sem mest til útlanda, þar sem þær fá nauðsynlegt súrefni til að þroskast og taka þátt í samkeppni, sem er orkugjafi sérhvers fyrirtækis, sem ekki byggir afkomu sína á vernduðum auðlindum. Fortíð í forgang Við þau tímamót þegar fyrsta rifan var opnuð í lokað hagkerfi landsins, á áttunda áratug sl. aldar, var allmikið rætt og skrifað um hagsældarhorfur landsins. Hagur þjóðarinnar og þróun hagkerfisins hafði dregist aftur úr nágrannaþjóðum. Við bjuggum við víðtæk og langvarandi gjaldeyrishöft, háa tolla og innflutningstakmarkanir. Til að viðhalda þokkalegri afkomu voru fiskistofnar ofveiddir og gengið var á landgæði. Við stunduðum rányrkju. Þá ákvað meirihluti Alþingis að við skyldum ganga í EFTA. Það var bjarghringur sem dugði um stund. Ég minnist samtala við Magnús heitinn Kjartansson, sem tók við iðnaðarráðuneytinu skömmu eftir inngönguna í EFTA. Þótt hann væri flokkslega innikróaður af þjóðlegum einangrunarsinnum gerði hann sér grein fyrir því að velferð þjóðarinnar var komin undir margþættu atvinnulífi. Hann sagði, að ef ekki tækist að festa fjölbreytt atvinnulíf í sessi, skapa ný störf sem menntað ungt fólk vildi starfa við, myndi landið smám saman þróast í Verstöð – land þar sem lífs- og atvinnuhættir væru sniðnir að þörfum sjávarútvegs og landbúnaðar. Brottfluttir Íslendingar kæmu „heim“ í sumarfrí. Þetta yrði að koma í veg fyrir. Nú er þessi sviðsmynd að raungerast. Bæði fólk og fyrirtæki flytja úr landi og þeir sem ráða ferðinni í stjórnmálum forgangsraða skammtíma hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar á undan framtíðinni. Traust Nýverið barst frétt um að heimsþekktur tölvurisi ætlaði að fjárfesta fyrir liðlega tvö hundruð milljarða í gagnaveri í Danmörku. Iðnaðarráðherra var fljótur að fullvissa okkur um að allt væri gert til að styrkja samkeppnishæfni landsins. Hann gleymdi að segja frá fælingarmætti íslensku krónunnar og þeirri vantrú sem erlendir fjárfestar hafa á henni sem framtíðar gjaldmiðli þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar er traustið ásamt langtíma hagnaðarvon þyngsti ákvörðunarþáttur fjárfesta. Sé traustið ekki til staðar er fjárfest annars staðar. Við þetta er Ísland að glíma. Við urðum áþreifanlega vör við hyldýpi vantraustsins í framhaldi af hruninu. Sú skoðun heyrist að við ættum að feta í fótspor Svisslendinga og búa við eigin gjaldmiðil og tvíhliða samninga við erlend ríki og bandalög. Sterkur efnahagur þeirra byggist á mjög samkeppnishæfu atvinnulífi og sterkum, frjálsum alþjóðlegum gjaldmiðli. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur. Vissulega er enginn leikur sjálfgefinn í þessari stöðu. Nýr gjaldmiðill liggur ekki á lausu, og skiptar skoðanir eru um hver sá ætti að vera. Það breytir því ekki að þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að leysa. Því dýpra sem þjóðin spólar sig niður í hjólför krónunnar, þeim mun erfiðara mun henni reynast að komast á greiðfæran veg aftur. Við höfum setið árum saman í þeim hjólförum. Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gjaldeyrishöft Þröstur Ólafsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til að verja gjaldmiðilinn. Heftir gjaldmiðlar draga ekki bara úr samkeppni heldur auka þeir á einhæfni atvinnulífsins. Þeir ýta þeim greinum sem ekki þrífast við höft út af borðinu, meðan verndaðar auðlindagreinar geta afborið höftin um tíma. Fréttir af flutningi fyrirtækja úr landi eru tíðar. Sá pólitíski og efnahagslegi ávinningur sem náðist með EES-samningnum er að renna okkur úr greipum. Bæði hefur viðskiptaumhverfið breyst og svo virðist sem samningurinn sé að daga uppi í stjórnkerfinu. Lokaðir auðlindaatvinnuvegir munu þola gjaldeyrishöft til skamms tíma, s.s. sjávaraútvegur, landbúnaður og stóriðja (að hluta). Þó mun samkeppnishæfni sjávarútvegsins fljótlega líða fyrir innilokunina. Ástandið í landbúnaði er þannig að það verður trauðla greint með verkfærum hagfræðinnar. Framleiðsluiðnaður, skapandi greinar og sprotafyrirtæki munu reyna að flytja starfsemi sína sem mest til útlanda, þar sem þær fá nauðsynlegt súrefni til að þroskast og taka þátt í samkeppni, sem er orkugjafi sérhvers fyrirtækis, sem ekki byggir afkomu sína á vernduðum auðlindum. Fortíð í forgang Við þau tímamót þegar fyrsta rifan var opnuð í lokað hagkerfi landsins, á áttunda áratug sl. aldar, var allmikið rætt og skrifað um hagsældarhorfur landsins. Hagur þjóðarinnar og þróun hagkerfisins hafði dregist aftur úr nágrannaþjóðum. Við bjuggum við víðtæk og langvarandi gjaldeyrishöft, háa tolla og innflutningstakmarkanir. Til að viðhalda þokkalegri afkomu voru fiskistofnar ofveiddir og gengið var á landgæði. Við stunduðum rányrkju. Þá ákvað meirihluti Alþingis að við skyldum ganga í EFTA. Það var bjarghringur sem dugði um stund. Ég minnist samtala við Magnús heitinn Kjartansson, sem tók við iðnaðarráðuneytinu skömmu eftir inngönguna í EFTA. Þótt hann væri flokkslega innikróaður af þjóðlegum einangrunarsinnum gerði hann sér grein fyrir því að velferð þjóðarinnar var komin undir margþættu atvinnulífi. Hann sagði, að ef ekki tækist að festa fjölbreytt atvinnulíf í sessi, skapa ný störf sem menntað ungt fólk vildi starfa við, myndi landið smám saman þróast í Verstöð – land þar sem lífs- og atvinnuhættir væru sniðnir að þörfum sjávarútvegs og landbúnaðar. Brottfluttir Íslendingar kæmu „heim“ í sumarfrí. Þetta yrði að koma í veg fyrir. Nú er þessi sviðsmynd að raungerast. Bæði fólk og fyrirtæki flytja úr landi og þeir sem ráða ferðinni í stjórnmálum forgangsraða skammtíma hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar á undan framtíðinni. Traust Nýverið barst frétt um að heimsþekktur tölvurisi ætlaði að fjárfesta fyrir liðlega tvö hundruð milljarða í gagnaveri í Danmörku. Iðnaðarráðherra var fljótur að fullvissa okkur um að allt væri gert til að styrkja samkeppnishæfni landsins. Hann gleymdi að segja frá fælingarmætti íslensku krónunnar og þeirri vantrú sem erlendir fjárfestar hafa á henni sem framtíðar gjaldmiðli þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar er traustið ásamt langtíma hagnaðarvon þyngsti ákvörðunarþáttur fjárfesta. Sé traustið ekki til staðar er fjárfest annars staðar. Við þetta er Ísland að glíma. Við urðum áþreifanlega vör við hyldýpi vantraustsins í framhaldi af hruninu. Sú skoðun heyrist að við ættum að feta í fótspor Svisslendinga og búa við eigin gjaldmiðil og tvíhliða samninga við erlend ríki og bandalög. Sterkur efnahagur þeirra byggist á mjög samkeppnishæfu atvinnulífi og sterkum, frjálsum alþjóðlegum gjaldmiðli. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur. Vissulega er enginn leikur sjálfgefinn í þessari stöðu. Nýr gjaldmiðill liggur ekki á lausu, og skiptar skoðanir eru um hver sá ætti að vera. Það breytir því ekki að þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að leysa. Því dýpra sem þjóðin spólar sig niður í hjólför krónunnar, þeim mun erfiðara mun henni reynast að komast á greiðfæran veg aftur. Við höfum setið árum saman í þeim hjólförum. Er ekki komið nóg?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun