Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það færi vel um alla ytra þrátt fyrir erfitt ferðalag.
„Það var mikil seinkun á fluginu frá Íslandi vegna enn einnar lægðarinnar og farangurinn skilaði sér ekki í tengiflugið. En við fengum hann í [gær]nótt,“ sagði Ágúst í viðtali á heimasíðu HSÍ. „Við gátum því æft hér í morgun og eru allir leikmenn í mjög góðu standi. Allir eru heilir heilsu og að spila mikið með sínum liðum.“
Síðari æfingaleikurinn fer fram á laugardag.