Uppsveitamenn fara utan að skoða vindmyllur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2015 08:00 Búrfell Landsvirkjun hefur þegar sett upp vindmyllur ofan Búrfellsvirkjunar og er með fleiri myllur á öðrum stöðum á teikniborðinu. Fréttablaðið/Valli Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga á orkuvinnslu úr vindafli. „Í nágrannalöndum Íslands hefur verið að byggjast upp töluverð reynsla í þessum málaflokki og hefur vindmyllum, bæði stökum og vindmyllugörðum, fjölgað mikið á undanförnum árum. Fyrsta skref í vinnu við stefnumörkun gæti því verið að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum í löndum sem eru „sambærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til sveitarfélaganna sex á Suðurlandi sem hafa hann sem sameiginlegan skipulagsfulltrúa. Að sögn Péturs er nú, í gegnum Skipulagsstofnun, verið að kanna möguleika á heimsóknum fulltrúa sveitarfélaganna til Noregs eða Skotlands, eða jafnvel til beggja landanna. „Í kjölfar ferðarinnar yrði sett í gang vinna við stefnumörkun um vindmyllur á svæðinu,“ segir í bréfi Péturs þar sem hann rekur að á undanförnum mánuðum hafi komið upp tvö mál sem tengjast mögulegri vinnslu vindorku. Fyrra málið varði vindmyllur sem Landsvirkjun hafi sett upp vestan við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkjunar og hið síðara snerti beiðni um uppsetningu tveggja stórra vindmylla í landi Vorsabæjar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað beiðninni í Vorsabæ þar sem stefnumörkun um myllur af þeirri stærðargráðu lægi ekki fyrir. „Þegar þetta lá fyrir leituðu umsækjendur til nágrannasveitarfélags og hafa tvær vindmyllur nú verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir Pétur á. Til viðbótar sé Landsvirkjun að marka stefnu um frekari uppbyggingu vindmylla í Búrfellslundi norðan Búrfells. Óskað hafi verið eftir að setja upp stóra vindmyllu í landi Bergsstaða í Bláskógabyggð. „Þá hafa borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir um möguleikann á uppbyggingu á öðrum svæðum, til dæmis í Flóahreppi, án þess að formleg erindi hafi verið send inn,“ segir skipulagsfulltrúinn. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga á orkuvinnslu úr vindafli. „Í nágrannalöndum Íslands hefur verið að byggjast upp töluverð reynsla í þessum málaflokki og hefur vindmyllum, bæði stökum og vindmyllugörðum, fjölgað mikið á undanförnum árum. Fyrsta skref í vinnu við stefnumörkun gæti því verið að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum í löndum sem eru „sambærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til sveitarfélaganna sex á Suðurlandi sem hafa hann sem sameiginlegan skipulagsfulltrúa. Að sögn Péturs er nú, í gegnum Skipulagsstofnun, verið að kanna möguleika á heimsóknum fulltrúa sveitarfélaganna til Noregs eða Skotlands, eða jafnvel til beggja landanna. „Í kjölfar ferðarinnar yrði sett í gang vinna við stefnumörkun um vindmyllur á svæðinu,“ segir í bréfi Péturs þar sem hann rekur að á undanförnum mánuðum hafi komið upp tvö mál sem tengjast mögulegri vinnslu vindorku. Fyrra málið varði vindmyllur sem Landsvirkjun hafi sett upp vestan við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkjunar og hið síðara snerti beiðni um uppsetningu tveggja stórra vindmylla í landi Vorsabæjar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað beiðninni í Vorsabæ þar sem stefnumörkun um myllur af þeirri stærðargráðu lægi ekki fyrir. „Þegar þetta lá fyrir leituðu umsækjendur til nágrannasveitarfélags og hafa tvær vindmyllur nú verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir Pétur á. Til viðbótar sé Landsvirkjun að marka stefnu um frekari uppbyggingu vindmylla í Búrfellslundi norðan Búrfells. Óskað hafi verið eftir að setja upp stóra vindmyllu í landi Bergsstaða í Bláskógabyggð. „Þá hafa borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir um möguleikann á uppbyggingu á öðrum svæðum, til dæmis í Flóahreppi, án þess að formleg erindi hafi verið send inn,“ segir skipulagsfulltrúinn.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira