Hinn grái hversdagsleiki Stjórnarmaðurinn skrifar 18. mars 2015 12:00 Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira