Hvað með þarfir íbúanna? Dóra Magnúsdóttir skrifar 12. mars 2015 07:00 Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir Grensásveginn á hverjum degi á leið til skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ungmenni í Bústaðahverfinu en við búum við götu sem liggur að Grensávegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturshraði þarna hefur mælst allt að 80 km/klst. enda var gatan upphaflega lögð sem hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs. Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór fyrir þá umferð sem um hana fer og því óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri íbúðabyggð. Fólk hefur ýmsar skoðanir á framkvæmdinni en mikilvægt er að virða óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin ár við undirbúning nýs aðals- og hverfisskipulags hefur skýrt komið fram að íbúar líta á mikla og hraða bílaumferð í Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegnum þau til helstu ókosta borgarhlutans. M.a. vegna þessara ábendinga leggur borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar sem umlykur borgarhlutann og þverar skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er að þeir sem fara reglulega yfir götuna fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki börn og ungmenni, þurfi ekki að fara yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi. Hverfið verður öruggara með hægari bílaumferð. Ég talaði nýlega fyrir þessari framkvæmd á Facebook. Vinur minn úr netheimum sagðist vera mótfallinn framkvæmdinni vegna þess að heppilegt sé að nota götuna þegar umferðin er þung á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt fleiri tala sem ekki eru sáttir við framkvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er það deginum ljósara að slíkur hraðakstur hentar ekki íbúum hverfisins. Með framkvæmdinni fæst öruggari og vistlegri gata sem hægt verður að hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu. Endurbættur Grensásvegur er liður í metnaðarfullu langtímaverkefni að gera Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi tiltekni hluti götunnar er nú stórhættulegur fyrir hjólandi umferð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta það að vera óskir og þarfir íbúa hverfanna sem skipta mestu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir Grensásveginn á hverjum degi á leið til skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ungmenni í Bústaðahverfinu en við búum við götu sem liggur að Grensávegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturshraði þarna hefur mælst allt að 80 km/klst. enda var gatan upphaflega lögð sem hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs. Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór fyrir þá umferð sem um hana fer og því óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri íbúðabyggð. Fólk hefur ýmsar skoðanir á framkvæmdinni en mikilvægt er að virða óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin ár við undirbúning nýs aðals- og hverfisskipulags hefur skýrt komið fram að íbúar líta á mikla og hraða bílaumferð í Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegnum þau til helstu ókosta borgarhlutans. M.a. vegna þessara ábendinga leggur borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar sem umlykur borgarhlutann og þverar skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er að þeir sem fara reglulega yfir götuna fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki börn og ungmenni, þurfi ekki að fara yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi. Hverfið verður öruggara með hægari bílaumferð. Ég talaði nýlega fyrir þessari framkvæmd á Facebook. Vinur minn úr netheimum sagðist vera mótfallinn framkvæmdinni vegna þess að heppilegt sé að nota götuna þegar umferðin er þung á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt fleiri tala sem ekki eru sáttir við framkvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er það deginum ljósara að slíkur hraðakstur hentar ekki íbúum hverfisins. Með framkvæmdinni fæst öruggari og vistlegri gata sem hægt verður að hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu. Endurbættur Grensásvegur er liður í metnaðarfullu langtímaverkefni að gera Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi tiltekni hluti götunnar er nú stórhættulegur fyrir hjólandi umferð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta það að vera óskir og þarfir íbúa hverfanna sem skipta mestu máli.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar