Er hagnaður til hægri? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 12. mars 2015 07:00 Í mörg ár hefur mér fundist orðanotkunin um hægri og vinstri lítt skýra pólitískt umhverfi, hugtökin enda fyrst notuð til að lýsa afstöðu til stjórnmála eftir frönsku stjórnarbyltinguna fyrir bráðum kvart árþúsundi eða 250 árum. Heimurinn stendur ekki í stað, hann breytist, sem betur fer. Skoðanir okkar eru ólíkar um margt sem varla er hægt að flokka til hægri eða vinstri. Eru mannréttindi til vinstri? Er umhverfisvernd til vinstri? Er vilji til að hafa opið og gagnsætt þjóðfélag til vinstri? Er hagnaður til hægri? Er spilling til hægri? Eru svikin kosningaloforð til hægri? Stjórnmálaflokkur sem vill að allir séu eins, stjórnmálaflokkur sem ekki þolir blæbrigði skoðana, svoleiðis stjórnmálaflokkur verður aldrei stór. Þess vegna verða stjórnmálaflokkar nú fleiri og minni.Þrjú stór mál Stjórnmálaflokkar taka afleiðingum gerða sinna og ákvarðana. Því fundum við jafnaðarmenn sannarlega fyrir í síðustu kosningum. Við höfðum forystu í ríkisstjórn sem vann kraftaverk, en það voru erfið verk og í eðli sínu vanþakklát. Svo voru önnur verk sem til stóð að vinna en ekki tókst að klára. Ég ætla að nefna þrjú: Aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, fiskveiðistjórnina og stjórnarskrármálið. Samningaviðræður við Evrópusambandið eru nú á ís en hægt er að hefja þær aftur með litlum fyrirvara, ef andstæðingum þeirra tekst ekki að eyðileggja þá fjögurra ára vinnu sem í þær voru lagðar. Evrópusambandið er ekki að fara neitt, þannig að það eru ekki hundrað í hættunni þótt það dragist í tvö ár eða svo að halda þeim áfram landi og þjóð til hagsbóta.Á móti samningaleið Ég var og er andsnúin þeirri leið í fiskveiðistjórnarmálum sem kölluð var samningaleiðin og var uppi á borðum á síðasta kjörtímabili. Sú leið hefði tryggt handhöfum kvótans hann til minnst fimmtán ára og auk þess yrðu til ýmsir pottar, sem gætu heitið: ívilnunarpottur, byggðapottur eða leigupottur. Pottasull er ávísun á pólitíska íhlutun. Úthlutun kvótans á að vera á markaðsforsendum. Útgerðin á að bjóða í kvótann og ákveða á þann veg veiðigjaldið sjálf. Nota á klassískar leiðir jafnaðarstefnunnar til að standa vörð um byggðirnar í landinu. Ekki hefur verið pólitískur vilji til að fara upp út úr því gamla hjólfari sem við erum í með ráðstöfun þessarar mikilvægustu auðlindar þjóðarinnar, því þarf að breyta.Stórmerkileg pólitísk tilraun Stjórnarskrármálið verður einhvern tímann talið ein merkilegasta pólitíska tilraun sem hér hefur verið gerð, það er ég viss um. Áhuga- og kunnáttumenn í útlöndum telja vissulega að svo hafi verið. Enn ein stjórnarskrárnefndin situr nú að störfum. Ákvæðin sem hún hefur til umfjöllunar eru: bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðareign á auðlindum, umhverfisvernd og framsal valdheimilda. Kannski tekst þessari nefnd það sem engri slíkri hefur tekist áður, að ná samkomulagi. Við eigum að freista þess að ná samkomulagi um þessi atriði og í kjölfarið knýja á um frekari endurskoðun. Þetta er sú leið sem málefnanefnd Samfylkingarinnar leggur fyrir Landsfundinn þann 20. mars. Í stjórnarskrármálinu var tekist á um völdin í landinu. Gamli tíminn í stjórnmálum, gamli tíminn á fjölmiðlunum og gamli tíminn í fræðasamfélaginu lagðist gegn nýjum tímum og nýjum vinnubrögðum. Á lokasprettinum kom í ljós að í mínum flokki hafði gamli tíminn líka sigur á hinum nýja. Við skuldum fólki að ljúka þeirri vinnu sem hafin var og fara að vilja þjóðarinnar sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það tekur lengri tíma en við vonuðum. Í pólitík skiptir tvennt miklu máli: þrautseigja og að fara ekki á taugum. – Og hvað ætli það sé: til hægri eða vinstri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur mér fundist orðanotkunin um hægri og vinstri lítt skýra pólitískt umhverfi, hugtökin enda fyrst notuð til að lýsa afstöðu til stjórnmála eftir frönsku stjórnarbyltinguna fyrir bráðum kvart árþúsundi eða 250 árum. Heimurinn stendur ekki í stað, hann breytist, sem betur fer. Skoðanir okkar eru ólíkar um margt sem varla er hægt að flokka til hægri eða vinstri. Eru mannréttindi til vinstri? Er umhverfisvernd til vinstri? Er vilji til að hafa opið og gagnsætt þjóðfélag til vinstri? Er hagnaður til hægri? Er spilling til hægri? Eru svikin kosningaloforð til hægri? Stjórnmálaflokkur sem vill að allir séu eins, stjórnmálaflokkur sem ekki þolir blæbrigði skoðana, svoleiðis stjórnmálaflokkur verður aldrei stór. Þess vegna verða stjórnmálaflokkar nú fleiri og minni.Þrjú stór mál Stjórnmálaflokkar taka afleiðingum gerða sinna og ákvarðana. Því fundum við jafnaðarmenn sannarlega fyrir í síðustu kosningum. Við höfðum forystu í ríkisstjórn sem vann kraftaverk, en það voru erfið verk og í eðli sínu vanþakklát. Svo voru önnur verk sem til stóð að vinna en ekki tókst að klára. Ég ætla að nefna þrjú: Aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, fiskveiðistjórnina og stjórnarskrármálið. Samningaviðræður við Evrópusambandið eru nú á ís en hægt er að hefja þær aftur með litlum fyrirvara, ef andstæðingum þeirra tekst ekki að eyðileggja þá fjögurra ára vinnu sem í þær voru lagðar. Evrópusambandið er ekki að fara neitt, þannig að það eru ekki hundrað í hættunni þótt það dragist í tvö ár eða svo að halda þeim áfram landi og þjóð til hagsbóta.Á móti samningaleið Ég var og er andsnúin þeirri leið í fiskveiðistjórnarmálum sem kölluð var samningaleiðin og var uppi á borðum á síðasta kjörtímabili. Sú leið hefði tryggt handhöfum kvótans hann til minnst fimmtán ára og auk þess yrðu til ýmsir pottar, sem gætu heitið: ívilnunarpottur, byggðapottur eða leigupottur. Pottasull er ávísun á pólitíska íhlutun. Úthlutun kvótans á að vera á markaðsforsendum. Útgerðin á að bjóða í kvótann og ákveða á þann veg veiðigjaldið sjálf. Nota á klassískar leiðir jafnaðarstefnunnar til að standa vörð um byggðirnar í landinu. Ekki hefur verið pólitískur vilji til að fara upp út úr því gamla hjólfari sem við erum í með ráðstöfun þessarar mikilvægustu auðlindar þjóðarinnar, því þarf að breyta.Stórmerkileg pólitísk tilraun Stjórnarskrármálið verður einhvern tímann talið ein merkilegasta pólitíska tilraun sem hér hefur verið gerð, það er ég viss um. Áhuga- og kunnáttumenn í útlöndum telja vissulega að svo hafi verið. Enn ein stjórnarskrárnefndin situr nú að störfum. Ákvæðin sem hún hefur til umfjöllunar eru: bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðareign á auðlindum, umhverfisvernd og framsal valdheimilda. Kannski tekst þessari nefnd það sem engri slíkri hefur tekist áður, að ná samkomulagi. Við eigum að freista þess að ná samkomulagi um þessi atriði og í kjölfarið knýja á um frekari endurskoðun. Þetta er sú leið sem málefnanefnd Samfylkingarinnar leggur fyrir Landsfundinn þann 20. mars. Í stjórnarskrármálinu var tekist á um völdin í landinu. Gamli tíminn í stjórnmálum, gamli tíminn á fjölmiðlunum og gamli tíminn í fræðasamfélaginu lagðist gegn nýjum tímum og nýjum vinnubrögðum. Á lokasprettinum kom í ljós að í mínum flokki hafði gamli tíminn líka sigur á hinum nýja. Við skuldum fólki að ljúka þeirri vinnu sem hafin var og fara að vilja þjóðarinnar sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það tekur lengri tíma en við vonuðum. Í pólitík skiptir tvennt miklu máli: þrautseigja og að fara ekki á taugum. – Og hvað ætli það sé: til hægri eða vinstri?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun