Úr neyð í Nígeríu til Norðurlanda Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 11. mars 2015 08:00 "Boko Haram hefur valdið miklum skaða og hræðslu, þá eru átök víðar í landinu, þar er barnaþrælkun vandi og fátækt mikil. Þetta fólk leitar sér að að betra lífi. Nígería og löndin í kring hafa ætíð skorað hátt sem upprunalönd fórnarlamba mansals,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. vísir/epa „Besta forvörnin gegn mansali felst í að opna umræðuna og fræða samfélagið um málaflokkinn. Þá er einnig mikilvægt að styrkja og styðja við samfélög innflytjenda til að tryggja að einstaklingar séu ekki misnotaðir í skjóli vanþekkingar á réttindum sínum. Það er vissulega erfitt verkefni að koma í veg fyrir mansal, en það er ýmislegt hægt að gera til að vinna gegn mansali og annarri skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, sem hefur ásamt fleiri starfsmönnum stofnunarinnar síðustu ár sótt sér þekkingu um mansal og kynnt sér reynslu nágrannalandanna. Það hafa starfsmenn stofnunarinnar gert af vaxandi þörf. „Við erum alltaf með mansalsvinkilinn uppi í hælismálum hjá okkur, þá koma upp mansalsmál ótengd hælismálum hér á landi, við reynum að læra af hverju þeirra,“ segir Þorsteinn og segir fyrst hafa orðið vart við hugsanleg mansalsmál upp úr síðustu aldamótum þótt vafalaust hafi það átt sér stað í íslensku samfélagi fyrr. Íslendingar verða nú varir við sambærilega þróun og aðrir Norðurlandabúar um síðustu aldamót. Fórnarlömbum, sem leita hingað frá löndum þaðan sem skipulögð glæpasamtök skipuleggja mansal, fer fjölgandi. Löndum eins og Nígeríu. Árið 2012 sóttu nítján Nígeríumenn um hæli hér á landi og voru flestir hælisleitenda. Á því ári dvöldu þrjár konur úr þessum hópi í Kristínarhúsi, úrræði fyrir vændiskonur og mansalsfórnarlömb, sem nú hefur verið lokað. Á síðasta ári sóttu sjö Nígeríumenn um hæli, en þar áður höfðu sárafáir sótt um hæli frá landinu, alls 20 frá árinu 2008. Mikill meirihluti þeirra kvenna sem kom hingað frá Nígeríu voru hugsanleg mansalsfórnarlömb. Lögreglu, félagsmálayfirvöldum og starfsmönnum Útlendingastofnunar reyndist erfitt að ná trausti þeirra. Það er vegna þeirra eiða (juju) sem þær eru látnar sverja áður en þær leggja af stað.Draumar um betra líf Svala Heiðberg er verkefnastýra næturathvarfs fyrir erlendar vændiskonur í Istedgade í Kaupmannahöfn og hefur reynslu af því að ná trausti kvenna í þessari erfiðu stöðu. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins síðastliðna helgi sagði hún að mikill meirihluti þeirra kvenna sem kæmu í athvarfið væru frá Nígeríu og flestar þeirra fórnarlömb mansals. „Mjög týpísk saga er að þeim sé lofað vinnu í Evrópu. Þær vita í rauninni ekki hvert þær eru að fara en eiga að fara til Evrópu að vinna í hárgreiðslu, sem au pair eða eitthvað annað sem hefur verið sagt við þær. Áður en þær leggja af stað eru þær látna sverja juju-eið,“ segir hún. Eiðinn eru þær látnar sverja í því skyni að ef þær standa ekki við sitt þá muni eitthvað koma fyrir einhvern í fjölskyldu þeirra.Í skýrslu Jörgens kortleggur hann mansal frá Nígeríu. Fórnarlambið kemst fyrst í kynni við tengilið sem starfar fyrir mansalshring í gegnum vini eða fjölskyldu. Tengiliðurinn kynnir konuna fyrir maddömu og fær heimsókn frá töfralækni sem lætur hana vinna eið. Þaðan liggur ferðin til Evrópu, oft til Ítalíu eða Spánar og þaðan ferðast konan til Norðurlanda, stundum nokkrum árum seinna.Heimild: Migration, Human Smuggling and Trafficking from Nigeria to Europe (2004).Konurnar fara burt úr heimahögunum með drauma um betra líf en enda flestar í vændi. Yfirleitt eru þær sendar fyrst til Spánar eða Ítalíu en þar eru margar vændiskonur fyrir og lítið að fá. Þær eru svo sendar til Norðurlandanna. Yfirleitt er svokölluð maddama yfir þeim sem sér um að senda þær milli landa. „Konurnar skuldbinda sig til þess að greiða upp skuld til þeirra sem sjá um þetta. Upphæðin er yfirleitt 50 þúsund evrur og er sögð vera fyrir ferðinni, vegabréfi, pappírum og öðru.Gangandi gegnum eyðimörkina „Ég hef hitt konur sem hafa borgað alla skuldina og það getur tekið þær frá tveimur árum og upp í fimm. Ég hef líka hitt konur sem eru að reyna að semja við maddömuna um að sleppa fyrr. Fjölskyldur þeirra eru þá stundum með í því og það er verið að reyna að díla á milli. Þá kannski getur konan ekki meir og vill losna,“ sagði hún í viðtalinu. „Konurnar eru á valdi maddamanna og þótt þær séu í öðru landi er fylgst með þeim. Þess vegna reynist oft erfitt að hjálpa þeim. Maddömurnar hafa sterk tök á þeim og ef það fréttist að konurnar séu farnar af götunni þá er jafnvel ráðist að fjölskyldu þeirra. Þetta er því snúin staða sem þær eru í og þó að dönsk yfirvöld reyni að bjóða þeim aðstoð við að öðlast nýtt líf þá hræðast þær afleiðingarnar fyrir aðra.“ Jörgen Carling hjá Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnuninni í Ósló (PRIO), hefur rannsakað innflutning, smygl og mansal frá Nígeríu til Evrópu. Það gerði hann að frumkvæði dómsmálaráðuneytis og lögreglu vegna aðgerðaáætlunar norskra stjórnvalda gegn mansali. Mikil og skyndileg aukning varð í vændi kvenna frá Nígeríu árið 2004. Síðan þessi aukning varð breyttist samsetning í vændi í Noregi og nú eru flestir sem starfa í vændi í Noregi frá Nígeríu. Á sama tíma og þessar breytingar urðu sótti sífellt fleira flóttafólk frá Nígeríu um hæli í Noregi. Í skýrslu sinni, Migration, Human Smuggling and Trafficking from Nigeria to Europe (2004), tekur Jörgen fram að honum þyki leitt að fáar rannsóknir hafa verið gerðar á lífi venjulegs fólks frá Nígeríu sem flyst til Evrópu. Hundruð þúsunda Nígeríumanna búi um gjörvalla Evrópu. Helmingur þeirra í Bretlandi, næststærstur hluti þeirra á Ítalíu. Mikill meirihluti Nígeríumanna sé friðsamt fólk sem kemur ekki nálægt glæpum af nokkru tagi. Megináherslan í verkefnum hans hafi verið að skoða fólksflutninga með hliðsjón af glæpum og vændi. Jörgen skýrir ítök skipulagðra glæpasamtaka í mansali. Margir hælisleitendur þurfi í neyð sinni að reiða sig á smyglara til þess að komast til Evrópu. Í Nígeríu bjóði mansalar ungum konum að ferðast til Evrópu. Sumar þeirra vita af því að þær þurfa að starfa við vændi áður en lagt er af stað. Aðrar hafa ekki minnsta grun um það. Áður en lagt er af stað er konan sett í skuld eins og Svala hefur heyrt frá þeim fórnarlömbum sem hún hefur annast. Það tekur konurnar að jafnaði þrjú ár að greiða upp skuldina við mansalann. Skuldin er innsigluð með trúarathöfn sem hefur mikið vægi.Leið mansalans Jörgen lýsir leið mansalans. Í Nígeríu eru höfuðstöðvar mansals í Edo-fylki. Frá höfuðborg héraðsins, Benin City, liggur straumur fólks í leit að betra lífi til Ítalíu. Önnur stór meginstöð mansals er fylkið Delta. Margir ferðast til Evrópu í gegnum nokkur lönd og velja þá helst lönd þar sem eftirliti er ábótavant eða reglur frjálslegar. Algengt er að fyrst sé farið frá Benin til Gana, Miðbaugs-Gíneu, eða Tógó og þaðan sé ferðast til Ítalíu, Spánar eða til annarrar evrópskrar borgar. Það gera þeir sem eru með til þess bær skjöl. Aðrir ferðast í gegnum Sahara-eyðimörkina og er smyglað til Evrópu með skipi. Mörg þúsund Nígeríumenn komast ekki frá Norður-Afríku til Evrópu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Neyðin í Nígeríu er margþætt. Til að mynda hafa aðstæður kvenna í Nígeríu verið mjög erfiðar síðustu ár. Boko Haram hefur valdið miklum skaða og hræðslu, þá eru átök víðar í landinu, þar er barnaþrælkun vandi og fátækt mikil.Vantar móttökustöð Líkt og komið hefur fram í umfjöllun Fréttablaðsins um mansal á Íslandi þá vantar hér á landi úrræði til að vinna gegn mansali. Þorsteinn segir flesta sammála um að hér vanti móttökustöð fyrir hælisleitendur. „Móttökukerfið hjá okkur byggist á frjálsri búsetu, það getur verið óhentugt úrræði þegar fólk þarf vernd. Í innanríkisráðuneytinu er verið að skoða málefni hælisleitenda sérstaklega í því skyni að finna leiðir til úrbóta og að sögn Ólafar Nordal innanríkisráðherra er vinna langt komin með að bæta kerfið er varðar móttöku hælisleitenda. „Það er mikilvægt að um leið og fólk kemur til landsins fari af stað skoðun og greiningá aðstæðum þess bæði til að tryggja öryggi fólksins sjálfs og samfélagsins,“ sagði hún nýverið í viðtali við Fréttablaðið. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Vegalaus börn fangelsuð Forstjóri Barnaverndarstofu segir fullrar aðgæslu þörf þegar vafi leikur á aldri hælisleitenda. Réttindi barna hafa verið brotin hér á landi og vegalaus börn hafa afplánað dóma í íslenskum fangelsum. Síðast fyrir þremur árum. 26. febrúar 2015 09:30 Ríkislögreglustjóri stóð í veginum Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hætti störfum með látum árið 2008 eftir ágreining við þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason. 13. febrúar 2015 09:45 Mansal í vændi á Íslandi er algengt Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi. 12. febrúar 2015 08:00 Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Konurnar neyddar út í vændi Svala Heiðberg stýrir athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og vændis í Kaupmannahöfn. Veruleiki kvennanna sem sækja athvarfið er afar dapur en flestar koma frá Nígeríu og hafa verið blekktar út í vændi. Þær eru á valdi annarra og hafa ekkert um hlutskipti sitt að segja. 7. mars 2015 09:00 Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Besta forvörnin gegn mansali felst í að opna umræðuna og fræða samfélagið um málaflokkinn. Þá er einnig mikilvægt að styrkja og styðja við samfélög innflytjenda til að tryggja að einstaklingar séu ekki misnotaðir í skjóli vanþekkingar á réttindum sínum. Það er vissulega erfitt verkefni að koma í veg fyrir mansal, en það er ýmislegt hægt að gera til að vinna gegn mansali og annarri skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, sem hefur ásamt fleiri starfsmönnum stofnunarinnar síðustu ár sótt sér þekkingu um mansal og kynnt sér reynslu nágrannalandanna. Það hafa starfsmenn stofnunarinnar gert af vaxandi þörf. „Við erum alltaf með mansalsvinkilinn uppi í hælismálum hjá okkur, þá koma upp mansalsmál ótengd hælismálum hér á landi, við reynum að læra af hverju þeirra,“ segir Þorsteinn og segir fyrst hafa orðið vart við hugsanleg mansalsmál upp úr síðustu aldamótum þótt vafalaust hafi það átt sér stað í íslensku samfélagi fyrr. Íslendingar verða nú varir við sambærilega þróun og aðrir Norðurlandabúar um síðustu aldamót. Fórnarlömbum, sem leita hingað frá löndum þaðan sem skipulögð glæpasamtök skipuleggja mansal, fer fjölgandi. Löndum eins og Nígeríu. Árið 2012 sóttu nítján Nígeríumenn um hæli hér á landi og voru flestir hælisleitenda. Á því ári dvöldu þrjár konur úr þessum hópi í Kristínarhúsi, úrræði fyrir vændiskonur og mansalsfórnarlömb, sem nú hefur verið lokað. Á síðasta ári sóttu sjö Nígeríumenn um hæli, en þar áður höfðu sárafáir sótt um hæli frá landinu, alls 20 frá árinu 2008. Mikill meirihluti þeirra kvenna sem kom hingað frá Nígeríu voru hugsanleg mansalsfórnarlömb. Lögreglu, félagsmálayfirvöldum og starfsmönnum Útlendingastofnunar reyndist erfitt að ná trausti þeirra. Það er vegna þeirra eiða (juju) sem þær eru látnar sverja áður en þær leggja af stað.Draumar um betra líf Svala Heiðberg er verkefnastýra næturathvarfs fyrir erlendar vændiskonur í Istedgade í Kaupmannahöfn og hefur reynslu af því að ná trausti kvenna í þessari erfiðu stöðu. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins síðastliðna helgi sagði hún að mikill meirihluti þeirra kvenna sem kæmu í athvarfið væru frá Nígeríu og flestar þeirra fórnarlömb mansals. „Mjög týpísk saga er að þeim sé lofað vinnu í Evrópu. Þær vita í rauninni ekki hvert þær eru að fara en eiga að fara til Evrópu að vinna í hárgreiðslu, sem au pair eða eitthvað annað sem hefur verið sagt við þær. Áður en þær leggja af stað eru þær látna sverja juju-eið,“ segir hún. Eiðinn eru þær látnar sverja í því skyni að ef þær standa ekki við sitt þá muni eitthvað koma fyrir einhvern í fjölskyldu þeirra.Í skýrslu Jörgens kortleggur hann mansal frá Nígeríu. Fórnarlambið kemst fyrst í kynni við tengilið sem starfar fyrir mansalshring í gegnum vini eða fjölskyldu. Tengiliðurinn kynnir konuna fyrir maddömu og fær heimsókn frá töfralækni sem lætur hana vinna eið. Þaðan liggur ferðin til Evrópu, oft til Ítalíu eða Spánar og þaðan ferðast konan til Norðurlanda, stundum nokkrum árum seinna.Heimild: Migration, Human Smuggling and Trafficking from Nigeria to Europe (2004).Konurnar fara burt úr heimahögunum með drauma um betra líf en enda flestar í vændi. Yfirleitt eru þær sendar fyrst til Spánar eða Ítalíu en þar eru margar vændiskonur fyrir og lítið að fá. Þær eru svo sendar til Norðurlandanna. Yfirleitt er svokölluð maddama yfir þeim sem sér um að senda þær milli landa. „Konurnar skuldbinda sig til þess að greiða upp skuld til þeirra sem sjá um þetta. Upphæðin er yfirleitt 50 þúsund evrur og er sögð vera fyrir ferðinni, vegabréfi, pappírum og öðru.Gangandi gegnum eyðimörkina „Ég hef hitt konur sem hafa borgað alla skuldina og það getur tekið þær frá tveimur árum og upp í fimm. Ég hef líka hitt konur sem eru að reyna að semja við maddömuna um að sleppa fyrr. Fjölskyldur þeirra eru þá stundum með í því og það er verið að reyna að díla á milli. Þá kannski getur konan ekki meir og vill losna,“ sagði hún í viðtalinu. „Konurnar eru á valdi maddamanna og þótt þær séu í öðru landi er fylgst með þeim. Þess vegna reynist oft erfitt að hjálpa þeim. Maddömurnar hafa sterk tök á þeim og ef það fréttist að konurnar séu farnar af götunni þá er jafnvel ráðist að fjölskyldu þeirra. Þetta er því snúin staða sem þær eru í og þó að dönsk yfirvöld reyni að bjóða þeim aðstoð við að öðlast nýtt líf þá hræðast þær afleiðingarnar fyrir aðra.“ Jörgen Carling hjá Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnuninni í Ósló (PRIO), hefur rannsakað innflutning, smygl og mansal frá Nígeríu til Evrópu. Það gerði hann að frumkvæði dómsmálaráðuneytis og lögreglu vegna aðgerðaáætlunar norskra stjórnvalda gegn mansali. Mikil og skyndileg aukning varð í vændi kvenna frá Nígeríu árið 2004. Síðan þessi aukning varð breyttist samsetning í vændi í Noregi og nú eru flestir sem starfa í vændi í Noregi frá Nígeríu. Á sama tíma og þessar breytingar urðu sótti sífellt fleira flóttafólk frá Nígeríu um hæli í Noregi. Í skýrslu sinni, Migration, Human Smuggling and Trafficking from Nigeria to Europe (2004), tekur Jörgen fram að honum þyki leitt að fáar rannsóknir hafa verið gerðar á lífi venjulegs fólks frá Nígeríu sem flyst til Evrópu. Hundruð þúsunda Nígeríumanna búi um gjörvalla Evrópu. Helmingur þeirra í Bretlandi, næststærstur hluti þeirra á Ítalíu. Mikill meirihluti Nígeríumanna sé friðsamt fólk sem kemur ekki nálægt glæpum af nokkru tagi. Megináherslan í verkefnum hans hafi verið að skoða fólksflutninga með hliðsjón af glæpum og vændi. Jörgen skýrir ítök skipulagðra glæpasamtaka í mansali. Margir hælisleitendur þurfi í neyð sinni að reiða sig á smyglara til þess að komast til Evrópu. Í Nígeríu bjóði mansalar ungum konum að ferðast til Evrópu. Sumar þeirra vita af því að þær þurfa að starfa við vændi áður en lagt er af stað. Aðrar hafa ekki minnsta grun um það. Áður en lagt er af stað er konan sett í skuld eins og Svala hefur heyrt frá þeim fórnarlömbum sem hún hefur annast. Það tekur konurnar að jafnaði þrjú ár að greiða upp skuldina við mansalann. Skuldin er innsigluð með trúarathöfn sem hefur mikið vægi.Leið mansalans Jörgen lýsir leið mansalans. Í Nígeríu eru höfuðstöðvar mansals í Edo-fylki. Frá höfuðborg héraðsins, Benin City, liggur straumur fólks í leit að betra lífi til Ítalíu. Önnur stór meginstöð mansals er fylkið Delta. Margir ferðast til Evrópu í gegnum nokkur lönd og velja þá helst lönd þar sem eftirliti er ábótavant eða reglur frjálslegar. Algengt er að fyrst sé farið frá Benin til Gana, Miðbaugs-Gíneu, eða Tógó og þaðan sé ferðast til Ítalíu, Spánar eða til annarrar evrópskrar borgar. Það gera þeir sem eru með til þess bær skjöl. Aðrir ferðast í gegnum Sahara-eyðimörkina og er smyglað til Evrópu með skipi. Mörg þúsund Nígeríumenn komast ekki frá Norður-Afríku til Evrópu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Neyðin í Nígeríu er margþætt. Til að mynda hafa aðstæður kvenna í Nígeríu verið mjög erfiðar síðustu ár. Boko Haram hefur valdið miklum skaða og hræðslu, þá eru átök víðar í landinu, þar er barnaþrælkun vandi og fátækt mikil.Vantar móttökustöð Líkt og komið hefur fram í umfjöllun Fréttablaðsins um mansal á Íslandi þá vantar hér á landi úrræði til að vinna gegn mansali. Þorsteinn segir flesta sammála um að hér vanti móttökustöð fyrir hælisleitendur. „Móttökukerfið hjá okkur byggist á frjálsri búsetu, það getur verið óhentugt úrræði þegar fólk þarf vernd. Í innanríkisráðuneytinu er verið að skoða málefni hælisleitenda sérstaklega í því skyni að finna leiðir til úrbóta og að sögn Ólafar Nordal innanríkisráðherra er vinna langt komin með að bæta kerfið er varðar móttöku hælisleitenda. „Það er mikilvægt að um leið og fólk kemur til landsins fari af stað skoðun og greiningá aðstæðum þess bæði til að tryggja öryggi fólksins sjálfs og samfélagsins,“ sagði hún nýverið í viðtali við Fréttablaðið.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Vegalaus börn fangelsuð Forstjóri Barnaverndarstofu segir fullrar aðgæslu þörf þegar vafi leikur á aldri hælisleitenda. Réttindi barna hafa verið brotin hér á landi og vegalaus börn hafa afplánað dóma í íslenskum fangelsum. Síðast fyrir þremur árum. 26. febrúar 2015 09:30 Ríkislögreglustjóri stóð í veginum Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hætti störfum með látum árið 2008 eftir ágreining við þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason. 13. febrúar 2015 09:45 Mansal í vændi á Íslandi er algengt Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi. 12. febrúar 2015 08:00 Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Konurnar neyddar út í vændi Svala Heiðberg stýrir athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og vændis í Kaupmannahöfn. Veruleiki kvennanna sem sækja athvarfið er afar dapur en flestar koma frá Nígeríu og hafa verið blekktar út í vændi. Þær eru á valdi annarra og hafa ekkert um hlutskipti sitt að segja. 7. mars 2015 09:00 Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Vegalaus börn fangelsuð Forstjóri Barnaverndarstofu segir fullrar aðgæslu þörf þegar vafi leikur á aldri hælisleitenda. Réttindi barna hafa verið brotin hér á landi og vegalaus börn hafa afplánað dóma í íslenskum fangelsum. Síðast fyrir þremur árum. 26. febrúar 2015 09:30
Ríkislögreglustjóri stóð í veginum Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hætti störfum með látum árið 2008 eftir ágreining við þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason. 13. febrúar 2015 09:45
Mansal í vændi á Íslandi er algengt Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi. 12. febrúar 2015 08:00
Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00
Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00
Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00
Konurnar neyddar út í vændi Svala Heiðberg stýrir athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og vændis í Kaupmannahöfn. Veruleiki kvennanna sem sækja athvarfið er afar dapur en flestar koma frá Nígeríu og hafa verið blekktar út í vændi. Þær eru á valdi annarra og hafa ekkert um hlutskipti sitt að segja. 7. mars 2015 09:00
Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00
Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15