Misskilningur í postulínsbúðinni Ólafur Stephensen skrifar 5. mars 2015 07:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér?
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun