Engin samfélagsleg ábyrgð – engin samfélagsleg sýn Skjóðan skrifar 4. mars 2015 11:00 Arion banki vill „bestu hluta“ lánasafns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er kom fram í frétt á Bloomberg í síðustu viku. Væntanlega verður þreifingum Arion banka hafnað og fremur efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til sölu kemur. Þess má vænta að bankar og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að greiða yfirverð fyrir þessa bestu bita sem eru verðtryggðir og á fyrsta veðrétti í íbúðum landsmanna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að rétt væri að sameina félagslega starfsemi ÍLS og LÍN undir hatti Landsbankans á meðan bankinn er enn í ríkiseigu. Að mati bankastjórans ber ríkinu að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur – þá væntanlega í gegnum Landsbankann, sem breytt verður í allsherjar félagsmálasjóð gangi hugmyndir bankastjórans eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust um ríflega 80 milljarða á síðasta ári og Landsbankinn einn um næstum 30 milljarða. Varla ætlast bankastjóri Arion banka til þess að Landsbankinn starfi áfram sem hefðbundinn banki eftir að búið er að flytja þangað veikustu lánasöfn ÍLS og námslán. Íslenskar fjármálastofnanir sýna litla samfélagslega ábyrgð og enn minni samfélagslega sýn. Kapp er lagt á að hámarka verðmæti eigna og tekjur án þess að huga að hagkerfinu í heild eða samfélaginu. Hundraða milljarða hagnaður bankanna þriggja frá því þeir voru endurreistir byggir á stærstu eignatilfærslu lýðveldistímans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er óheyrilegur. Bankarnir birta fallegar ímyndarauglýsingar og styrkja margvíslegt málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan í vasa viðskiptavina sína og tilgangurinn virðist helga meðalið. Nýjasta nýtt er að Landsbankinn er farinn að auglýsa sérstaklega endurfjármögnun húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkað. Það skyldi þó ekki vera að bankarnir séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem tekið hafa óverðtryggð lán, yfir í verðtryggð lán að nýju? Vextir á óverðtryggðum lánum eru í kringum 7%, þó að verðbólga um þessar mundir sé næstum engin, eða nær tvöfaldir á við verðtryggða vexti. Í byrjun er því greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b. 5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað við meðalverðbólgu liðinna áratuga. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar framan af lánstíma öfugt við óverðtryggð lán og hækkun höfuðstóls geta bankar fært til tekna. Enhver á að borga þennan ofurhagnað íslenskra banka inn í framtíðina? Hvernig samfélag er það sem leyfir bönkum að soga til sín allar ráðstöfunartekjur almennings og gott betur? Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa þar?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Arion banki vill „bestu hluta“ lánasafns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er kom fram í frétt á Bloomberg í síðustu viku. Væntanlega verður þreifingum Arion banka hafnað og fremur efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til sölu kemur. Þess má vænta að bankar og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að greiða yfirverð fyrir þessa bestu bita sem eru verðtryggðir og á fyrsta veðrétti í íbúðum landsmanna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að rétt væri að sameina félagslega starfsemi ÍLS og LÍN undir hatti Landsbankans á meðan bankinn er enn í ríkiseigu. Að mati bankastjórans ber ríkinu að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur – þá væntanlega í gegnum Landsbankann, sem breytt verður í allsherjar félagsmálasjóð gangi hugmyndir bankastjórans eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust um ríflega 80 milljarða á síðasta ári og Landsbankinn einn um næstum 30 milljarða. Varla ætlast bankastjóri Arion banka til þess að Landsbankinn starfi áfram sem hefðbundinn banki eftir að búið er að flytja þangað veikustu lánasöfn ÍLS og námslán. Íslenskar fjármálastofnanir sýna litla samfélagslega ábyrgð og enn minni samfélagslega sýn. Kapp er lagt á að hámarka verðmæti eigna og tekjur án þess að huga að hagkerfinu í heild eða samfélaginu. Hundraða milljarða hagnaður bankanna þriggja frá því þeir voru endurreistir byggir á stærstu eignatilfærslu lýðveldistímans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er óheyrilegur. Bankarnir birta fallegar ímyndarauglýsingar og styrkja margvíslegt málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan í vasa viðskiptavina sína og tilgangurinn virðist helga meðalið. Nýjasta nýtt er að Landsbankinn er farinn að auglýsa sérstaklega endurfjármögnun húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkað. Það skyldi þó ekki vera að bankarnir séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem tekið hafa óverðtryggð lán, yfir í verðtryggð lán að nýju? Vextir á óverðtryggðum lánum eru í kringum 7%, þó að verðbólga um þessar mundir sé næstum engin, eða nær tvöfaldir á við verðtryggða vexti. Í byrjun er því greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b. 5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað við meðalverðbólgu liðinna áratuga. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar framan af lánstíma öfugt við óverðtryggð lán og hækkun höfuðstóls geta bankar fært til tekna. Enhver á að borga þennan ofurhagnað íslenskra banka inn í framtíðina? Hvernig samfélag er það sem leyfir bönkum að soga til sín allar ráðstöfunartekjur almennings og gott betur? Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa þar?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira