Engin samfélagsleg ábyrgð – engin samfélagsleg sýn Skjóðan skrifar 4. mars 2015 11:00 Arion banki vill „bestu hluta“ lánasafns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er kom fram í frétt á Bloomberg í síðustu viku. Væntanlega verður þreifingum Arion banka hafnað og fremur efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til sölu kemur. Þess má vænta að bankar og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að greiða yfirverð fyrir þessa bestu bita sem eru verðtryggðir og á fyrsta veðrétti í íbúðum landsmanna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að rétt væri að sameina félagslega starfsemi ÍLS og LÍN undir hatti Landsbankans á meðan bankinn er enn í ríkiseigu. Að mati bankastjórans ber ríkinu að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur – þá væntanlega í gegnum Landsbankann, sem breytt verður í allsherjar félagsmálasjóð gangi hugmyndir bankastjórans eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust um ríflega 80 milljarða á síðasta ári og Landsbankinn einn um næstum 30 milljarða. Varla ætlast bankastjóri Arion banka til þess að Landsbankinn starfi áfram sem hefðbundinn banki eftir að búið er að flytja þangað veikustu lánasöfn ÍLS og námslán. Íslenskar fjármálastofnanir sýna litla samfélagslega ábyrgð og enn minni samfélagslega sýn. Kapp er lagt á að hámarka verðmæti eigna og tekjur án þess að huga að hagkerfinu í heild eða samfélaginu. Hundraða milljarða hagnaður bankanna þriggja frá því þeir voru endurreistir byggir á stærstu eignatilfærslu lýðveldistímans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er óheyrilegur. Bankarnir birta fallegar ímyndarauglýsingar og styrkja margvíslegt málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan í vasa viðskiptavina sína og tilgangurinn virðist helga meðalið. Nýjasta nýtt er að Landsbankinn er farinn að auglýsa sérstaklega endurfjármögnun húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkað. Það skyldi þó ekki vera að bankarnir séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem tekið hafa óverðtryggð lán, yfir í verðtryggð lán að nýju? Vextir á óverðtryggðum lánum eru í kringum 7%, þó að verðbólga um þessar mundir sé næstum engin, eða nær tvöfaldir á við verðtryggða vexti. Í byrjun er því greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b. 5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað við meðalverðbólgu liðinna áratuga. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar framan af lánstíma öfugt við óverðtryggð lán og hækkun höfuðstóls geta bankar fært til tekna. Enhver á að borga þennan ofurhagnað íslenskra banka inn í framtíðina? Hvernig samfélag er það sem leyfir bönkum að soga til sín allar ráðstöfunartekjur almennings og gott betur? Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa þar?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Arion banki vill „bestu hluta“ lánasafns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er kom fram í frétt á Bloomberg í síðustu viku. Væntanlega verður þreifingum Arion banka hafnað og fremur efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til sölu kemur. Þess má vænta að bankar og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að greiða yfirverð fyrir þessa bestu bita sem eru verðtryggðir og á fyrsta veðrétti í íbúðum landsmanna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að rétt væri að sameina félagslega starfsemi ÍLS og LÍN undir hatti Landsbankans á meðan bankinn er enn í ríkiseigu. Að mati bankastjórans ber ríkinu að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur – þá væntanlega í gegnum Landsbankann, sem breytt verður í allsherjar félagsmálasjóð gangi hugmyndir bankastjórans eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust um ríflega 80 milljarða á síðasta ári og Landsbankinn einn um næstum 30 milljarða. Varla ætlast bankastjóri Arion banka til þess að Landsbankinn starfi áfram sem hefðbundinn banki eftir að búið er að flytja þangað veikustu lánasöfn ÍLS og námslán. Íslenskar fjármálastofnanir sýna litla samfélagslega ábyrgð og enn minni samfélagslega sýn. Kapp er lagt á að hámarka verðmæti eigna og tekjur án þess að huga að hagkerfinu í heild eða samfélaginu. Hundraða milljarða hagnaður bankanna þriggja frá því þeir voru endurreistir byggir á stærstu eignatilfærslu lýðveldistímans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er óheyrilegur. Bankarnir birta fallegar ímyndarauglýsingar og styrkja margvíslegt málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan í vasa viðskiptavina sína og tilgangurinn virðist helga meðalið. Nýjasta nýtt er að Landsbankinn er farinn að auglýsa sérstaklega endurfjármögnun húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkað. Það skyldi þó ekki vera að bankarnir séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem tekið hafa óverðtryggð lán, yfir í verðtryggð lán að nýju? Vextir á óverðtryggðum lánum eru í kringum 7%, þó að verðbólga um þessar mundir sé næstum engin, eða nær tvöfaldir á við verðtryggða vexti. Í byrjun er því greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b. 5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað við meðalverðbólgu liðinna áratuga. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar framan af lánstíma öfugt við óverðtryggð lán og hækkun höfuðstóls geta bankar fært til tekna. Enhver á að borga þennan ofurhagnað íslenskra banka inn í framtíðina? Hvernig samfélag er það sem leyfir bönkum að soga til sín allar ráðstöfunartekjur almennings og gott betur? Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa þar?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira