Ríkið keppir við einkaframtakið Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess. Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins? Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“ Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu. Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar. Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.Keppinautar standa höllum fæti Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess. Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins? Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“ Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu. Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar. Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.Keppinautar standa höllum fæti Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs?
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar