Konur ráða litlu: "Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 00:01 Dögg Mósesdóttir segir aðgerða þörf, mjög halli á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Vísir/ Daníel Engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangsefni flestra þeirra karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Eddan, uppskeruhátíð kvikmyndagerðarfólks, hefst í dag og af því tilefni tók Kristín Atladóttir hagfræðingur saman gögn um hlutföll kvenna í íslenskum kvikmyndum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að konur eru atkvæðalitlar í íslenskri kvikmyndagerð. Ef litið er til allra verka við kvikmyndagerð á síðasta ári þá voru karlar 73% þeirra sem störfuðu að kvikmyndum og aðeins 27% konur. Ef rýnt er nánar í tölfræðina sést að konur veljast fremur í aukahlutverk. Þá eru verkin mjög kynjaskipt. Konur starfa við búninga og smink en karlar við framleiðslu, leikstjórn og kvikmyndatöku.Vandræðaleg staða Dögg Mósesdóttir, formaður Wift, samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, segir stöðuna vandræðalega og segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð. „Þetta er mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð. Til dæmis áttum við að senda eina íslenska konu sem hafði leikstýrt kvikmynd í fullri lengd á síðustu árum á kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama. Það var engin kona sem hafði lokið mynd á árinu og því varð úr að Benedikt Erlingsson var sendur á hátíðina. Það finnst engum þetta jákvætt,“ segir Dögg. „Það er ákveðinn valdastrúktúr í þessari grein sem flestir eru blindir á og viðheldur þessu ástandi. Þú þarft að starfa við greinina til að fá styrki frá Kvikmyndamiðstöð. Meirihluti þeirra sem starfa við greinina eru karlar. Það eru ekki miklar líkur á að þeir velji konu úti í bæ til samstarfs við sig í verkefni. Sér í lagi ef hún er nýgræðingur. Þannig breytist ástandið ekki. Við þurfum pressu að ofan til að þetta breytist. Næsta skref er að fá karlana í lið með okkur því þetta er ekki einkamál okkar kvenna. Ég veit að þeir eru margir sem eru með okkur í liði en við þurfum öll að vera vakandi því konur geta líka verið karlrembur,“ bendir Dögg á. Hún telur lausnina geta falist í því að setja á kynjakvóta. „Já, ég tel að það sé þörf á aðgerðum sem skapa þrýsting á breytingar. Það þarf að vera vilji alls staðar til að breyta.“ Eddan Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangsefni flestra þeirra karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Eddan, uppskeruhátíð kvikmyndagerðarfólks, hefst í dag og af því tilefni tók Kristín Atladóttir hagfræðingur saman gögn um hlutföll kvenna í íslenskum kvikmyndum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að konur eru atkvæðalitlar í íslenskri kvikmyndagerð. Ef litið er til allra verka við kvikmyndagerð á síðasta ári þá voru karlar 73% þeirra sem störfuðu að kvikmyndum og aðeins 27% konur. Ef rýnt er nánar í tölfræðina sést að konur veljast fremur í aukahlutverk. Þá eru verkin mjög kynjaskipt. Konur starfa við búninga og smink en karlar við framleiðslu, leikstjórn og kvikmyndatöku.Vandræðaleg staða Dögg Mósesdóttir, formaður Wift, samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, segir stöðuna vandræðalega og segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð. „Þetta er mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð. Til dæmis áttum við að senda eina íslenska konu sem hafði leikstýrt kvikmynd í fullri lengd á síðustu árum á kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama. Það var engin kona sem hafði lokið mynd á árinu og því varð úr að Benedikt Erlingsson var sendur á hátíðina. Það finnst engum þetta jákvætt,“ segir Dögg. „Það er ákveðinn valdastrúktúr í þessari grein sem flestir eru blindir á og viðheldur þessu ástandi. Þú þarft að starfa við greinina til að fá styrki frá Kvikmyndamiðstöð. Meirihluti þeirra sem starfa við greinina eru karlar. Það eru ekki miklar líkur á að þeir velji konu úti í bæ til samstarfs við sig í verkefni. Sér í lagi ef hún er nýgræðingur. Þannig breytist ástandið ekki. Við þurfum pressu að ofan til að þetta breytist. Næsta skref er að fá karlana í lið með okkur því þetta er ekki einkamál okkar kvenna. Ég veit að þeir eru margir sem eru með okkur í liði en við þurfum öll að vera vakandi því konur geta líka verið karlrembur,“ bendir Dögg á. Hún telur lausnina geta falist í því að setja á kynjakvóta. „Já, ég tel að það sé þörf á aðgerðum sem skapa þrýsting á breytingar. Það þarf að vera vilji alls staðar til að breyta.“
Eddan Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira