Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2015 07:30 Pólverjar voru brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir Katar í undanúrslitum HM. vísir/getty Umræðan í kringum lið Katar á nýafstöðnu HM er ekkert sérstaklega jákvæð. Það var áhugavert að þjálfarar og leikmenn margra liða veigruðu sér við að ræða dómgæsluna í leikjum liðsins á mótinu. Pólverjar sprungu þó eftir undanúrslitaleikinn gegn Katar. Þeir klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leikinn og einn þeirra sagði að allir gætu séð að það hafi verið löngu búið að ákveða úrslit leiksins. Hann sagði líka að dómarar leiksins ættu aldrei að fá að dæma aftur.Sjá einnig:Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „Ég get ekki fullyrt neitt um spillingu en ég get sagt mína skoðun. Mér fannst lykta af því að það væri verið að dæma viljandi með Katar,“ segir Kjartan Steinbach en hann var formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í ein átta ár og þekkir þessi mál vel sem og mennina sem standa í kringum dómaramálin.Kjartan Steinbach, eftirlitsdómari HSÍ og IHF„Það var farið að túlka reglurnar öðruvísi núna. Þessi túlkun gerir það að verkum að ef dómararnir vilja vera óheiðarlegir þá geta þeir falið það betur.“ Þegar komið var út í útsláttarkeppnina fannst flestum áhorfendum sem það hallaði verulega á andstæðinga Katar. Kjartan er sammála því. „Ef við teljum frá 16-liða úrslitunum þá fannst mér Katarbúar hagnast á dómgæslunni í öllum þremur leikjum sínum á leið í úrslitin. Þetta lítur út eins og að þeim hafi verið hjálpað í úrslit,“ segir Kjartan en hann segir aftur á móti að Katarar hafi ekki fengið dómgæsluna áberandi með sér í úrslitaleiknum gegn Frökkum. Katar vann þrjá leiki í útsláttarkeppninni til þess að komast í úrslit. Dómararnir í þeim leikjum voru frá Króatíu, Makedóníu og Serbíu.Patrekur Jóhannesson fór illa út úr viðureign sinni við Katar.vísir/afpFeðgar með völdin Formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, var þar að auki eftirlitsmaður á ritaraborðinu í leikjum Katar í átta liða og undanúrslitaleiknum. Hann er líka í dómaranefnd IHF og sonur hans var annar dómaranna í leiknum í 8-liða úrslitunum gegn Þýskalandi.Sjá einnig:Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja „Mér fannst það mjög undarlegt. Ég hefði aldrei samþykkt að hafa kallinn á borðinu þegar sonurinn er að dæma ef ég hefði enn verið að stýra málum þarna. Ég hefði enn síður samþykkt að hafa hann á borðinu í undanúrslitaleiknum og þá var hann í þeirri stöðu að ráða öllu á ritaraborðinu,“ segir Kjartan. Þó svo ekki margir hafi þorað að tjá sig á HM þá býst Kjartan við því að menn fari að gera það núna. „Það munu ýmsir menn opna sig. Menn sem vildu ekki opna munninn í Katar. Okkar þjálfarar í Katar með erlendu liðin fóru til að mynda mjög varlega í öllu sem þeir sögðu. Það var ekki fyrr en eftir undanúrslitaleikinn sem menn létu í sér heyra. Einn Pólverjinn var þá dæmdur í sex mánaða bann og það bann er byggt á skýrslu Dragans Nachevski. Það veit ég. Ég held að sú umræða sem fer í gang núna verði þess valdandi að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dómgæslunni þegar upp er staðið.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Umræðan í kringum lið Katar á nýafstöðnu HM er ekkert sérstaklega jákvæð. Það var áhugavert að þjálfarar og leikmenn margra liða veigruðu sér við að ræða dómgæsluna í leikjum liðsins á mótinu. Pólverjar sprungu þó eftir undanúrslitaleikinn gegn Katar. Þeir klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leikinn og einn þeirra sagði að allir gætu séð að það hafi verið löngu búið að ákveða úrslit leiksins. Hann sagði líka að dómarar leiksins ættu aldrei að fá að dæma aftur.Sjá einnig:Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „Ég get ekki fullyrt neitt um spillingu en ég get sagt mína skoðun. Mér fannst lykta af því að það væri verið að dæma viljandi með Katar,“ segir Kjartan Steinbach en hann var formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í ein átta ár og þekkir þessi mál vel sem og mennina sem standa í kringum dómaramálin.Kjartan Steinbach, eftirlitsdómari HSÍ og IHF„Það var farið að túlka reglurnar öðruvísi núna. Þessi túlkun gerir það að verkum að ef dómararnir vilja vera óheiðarlegir þá geta þeir falið það betur.“ Þegar komið var út í útsláttarkeppnina fannst flestum áhorfendum sem það hallaði verulega á andstæðinga Katar. Kjartan er sammála því. „Ef við teljum frá 16-liða úrslitunum þá fannst mér Katarbúar hagnast á dómgæslunni í öllum þremur leikjum sínum á leið í úrslitin. Þetta lítur út eins og að þeim hafi verið hjálpað í úrslit,“ segir Kjartan en hann segir aftur á móti að Katarar hafi ekki fengið dómgæsluna áberandi með sér í úrslitaleiknum gegn Frökkum. Katar vann þrjá leiki í útsláttarkeppninni til þess að komast í úrslit. Dómararnir í þeim leikjum voru frá Króatíu, Makedóníu og Serbíu.Patrekur Jóhannesson fór illa út úr viðureign sinni við Katar.vísir/afpFeðgar með völdin Formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, var þar að auki eftirlitsmaður á ritaraborðinu í leikjum Katar í átta liða og undanúrslitaleiknum. Hann er líka í dómaranefnd IHF og sonur hans var annar dómaranna í leiknum í 8-liða úrslitunum gegn Þýskalandi.Sjá einnig:Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja „Mér fannst það mjög undarlegt. Ég hefði aldrei samþykkt að hafa kallinn á borðinu þegar sonurinn er að dæma ef ég hefði enn verið að stýra málum þarna. Ég hefði enn síður samþykkt að hafa hann á borðinu í undanúrslitaleiknum og þá var hann í þeirri stöðu að ráða öllu á ritaraborðinu,“ segir Kjartan. Þó svo ekki margir hafi þorað að tjá sig á HM þá býst Kjartan við því að menn fari að gera það núna. „Það munu ýmsir menn opna sig. Menn sem vildu ekki opna munninn í Katar. Okkar þjálfarar í Katar með erlendu liðin fóru til að mynda mjög varlega í öllu sem þeir sögðu. Það var ekki fyrr en eftir undanúrslitaleikinn sem menn létu í sér heyra. Einn Pólverjinn var þá dæmdur í sex mánaða bann og það bann er byggt á skýrslu Dragans Nachevski. Það veit ég. Ég held að sú umræða sem fer í gang núna verði þess valdandi að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dómgæslunni þegar upp er staðið.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira