Sviðin tollvernd Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar