Tsipras vill fara samningaleiðina Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2015 07:00 Ný stjórn. Panos Kammenos varnarmálaráðherra, Gianni Dragasakis aðstoðarforsætisráðherra og Alexis Tsipras forsætisráðherra. fréttablaðið/AP „Við komum inn til þess að gera róttækar breytingar á því hvernig stefnumótun og stjórnsýslu er háttað í þessu landi,“ sagði Alexis Tsipras á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í gær. Hann segist ætla að standa við kosningaloforðin um að draga verulega úr lamandi niðurskurði og knýja fram miklar breytingar á samningum við Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um niðurgreiðslu skuldasúpunnar ógurlegu. Í gær sagðist hann þó ætla að forðast átök við þessa lánardrottna, heldur fara frekar samningaleiðina. „Forgangsmál okkar er að ná nýjum samningum við samstarfsaðila okkar, reyna að komast að sanngjarnri, raunhæfri og hagkvæmri lausn fyrir báða þannig að landið komist út úr vítahring óhóflegra skulda og kreppu,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundinum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar, segir samkomulagið við ESB, Evrópska seðlabankann og AGS hafa verið „eitruð mistök“, en stjórnin sé staðráðin í að breyta því hvernig tekist er á við kreppuna. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur og hlaut 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikklands. Strax daginn eftir tókst Tsipras að semja um stjórnarmyndun við lítinn flokk hægriþjóðernissinna. Ekki leið þó á löngu áður en Tsipras lenti upp á kant við ESB. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í gær var samþykkt yfirlýsing, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á harðnandi átökum í austanverðri Úkraínu. Öll aðildarríki ESB stóðu að yfirlýsingunni, nema Grikkland þar sem nýja stjórnin var ósátt. Afstöðu Grikkja má rekja til þess að Tsipras hyggst leita til Rússlands eftir stuðningi í komandi átökum við ESB, sem þó eiga að sögn Tsipras ekki að verða nein átök heldur samningaviðræður um gerbreytta skilmála.Minnir þjóðverja á fortíðina. Strax daginn eftir kosningasigurinn lagði Tsipras blóm á minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í Aþenu.fréttablaðið/AP Grikkland Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
„Við komum inn til þess að gera róttækar breytingar á því hvernig stefnumótun og stjórnsýslu er háttað í þessu landi,“ sagði Alexis Tsipras á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í gær. Hann segist ætla að standa við kosningaloforðin um að draga verulega úr lamandi niðurskurði og knýja fram miklar breytingar á samningum við Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um niðurgreiðslu skuldasúpunnar ógurlegu. Í gær sagðist hann þó ætla að forðast átök við þessa lánardrottna, heldur fara frekar samningaleiðina. „Forgangsmál okkar er að ná nýjum samningum við samstarfsaðila okkar, reyna að komast að sanngjarnri, raunhæfri og hagkvæmri lausn fyrir báða þannig að landið komist út úr vítahring óhóflegra skulda og kreppu,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundinum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar, segir samkomulagið við ESB, Evrópska seðlabankann og AGS hafa verið „eitruð mistök“, en stjórnin sé staðráðin í að breyta því hvernig tekist er á við kreppuna. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur og hlaut 149 þingsæti á 300 manna þjóðþingi Grikklands. Strax daginn eftir tókst Tsipras að semja um stjórnarmyndun við lítinn flokk hægriþjóðernissinna. Ekki leið þó á löngu áður en Tsipras lenti upp á kant við ESB. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Brussel í gær var samþykkt yfirlýsing, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á harðnandi átökum í austanverðri Úkraínu. Öll aðildarríki ESB stóðu að yfirlýsingunni, nema Grikkland þar sem nýja stjórnin var ósátt. Afstöðu Grikkja má rekja til þess að Tsipras hyggst leita til Rússlands eftir stuðningi í komandi átökum við ESB, sem þó eiga að sögn Tsipras ekki að verða nein átök heldur samningaviðræður um gerbreytta skilmála.Minnir þjóðverja á fortíðina. Strax daginn eftir kosningasigurinn lagði Tsipras blóm á minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í Aþenu.fréttablaðið/AP
Grikkland Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira