Er í raun skíthrædd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 13:00 „Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu,“ segir Berglind María. Vísir/Ernir „Verkið er eins konar samkvæmisleikur sem gengur út á að gestum er boðið að skrifa nótur eða texta á staðnum sem ég spila svo eftir. Ég mun dreifa þar til gerðum blöðum og blýöntum meðal opnunargesta.“ Þannig lýsir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari gjörningi sem hún verður með á opnun Myrkra músíkdaga klukkan 17 í dag. Honum verður líka útvarpað á Rás 1. En verður þetta ekki voðalega skrítið? „Jú, vonandi,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég er að sameina höfunda og flytjanda sem venjulega eru aðskildir. Nú mætumst við á miðri leið. Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu. Ég er í rauninni skíthrædd.“ Berglind segir vel þegið að einhver undirbúi sig en hún sé þó ekki síst að vinna með augnablikið. Hún muni aldrei spila nema einhvers konar nálgun á því sem tónskáldin skrifi. „Það er mikið gert af því í nútímatónlist að skrifa eitthvað sem er óspilanlegt af því verið er að leita eftir nálgun spilarans og líka því að erfiðið skíni í gegn,“ útskýrir hún. Berglind kveðst hafa verið að láta útbúa póstkort sem séu auð öðrum megin og með nótnastrengi hinum megin. „Fólk má skrifa texta eða hvað sem er. Það er opið túlkunaratriði hvað það þýðir. Svo ætla ég að halda kortunum til haga og sýna þau enda eru þau ekki síður áhugavert verk en flutningurinn.“ Spurð hvort hún ætlist til að tónskáldin merki sér kortin svarar Berglind: „Það er bara undir þeim komið. Þau eru náttúrlega að ganga inn í þennan gjörning en kannski er gaman fyrir framtíðina að hafa spjöldin merkt.“ Hún segir hægt að skrifa endalaus verk á lítil póstkort. „Það er hægt að biðja hljóðfæraleikarann að endurtaka eitthvað út í það óendanlega,“ bendir hún á en býst samt ekki við að gjörningurinn standi til eilífðarnóns. „Hátíðin verður sett klukkan fimm og ég gef tónskáldunum hálftíma til að semja. Um hálf sex mun ég byrja að spila og reikna með að það taki um kortér.“Dagskrá Myrkra músíkdaga í Hörpunni er á þessa leið í dag:Klukkan 17.00 Setning.Klukkan 19.30 í Eldborgarsal Meistarataktar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Hilmar Þórðarson. Einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Stjórnandi er Petri Sakari.Klukkan 22 í Kaldalóni Raftónleikar. Verk eftir Lydíu Grétarsdóttur, Camillu Söderberg, Kristínu Lárusdóttur, Tomas Manoury, Úlf Eldjárn og Þórönnu Björnsdóttur. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Verkið er eins konar samkvæmisleikur sem gengur út á að gestum er boðið að skrifa nótur eða texta á staðnum sem ég spila svo eftir. Ég mun dreifa þar til gerðum blöðum og blýöntum meðal opnunargesta.“ Þannig lýsir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari gjörningi sem hún verður með á opnun Myrkra músíkdaga klukkan 17 í dag. Honum verður líka útvarpað á Rás 1. En verður þetta ekki voðalega skrítið? „Jú, vonandi,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég er að sameina höfunda og flytjanda sem venjulega eru aðskildir. Nú mætumst við á miðri leið. Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu. Ég er í rauninni skíthrædd.“ Berglind segir vel þegið að einhver undirbúi sig en hún sé þó ekki síst að vinna með augnablikið. Hún muni aldrei spila nema einhvers konar nálgun á því sem tónskáldin skrifi. „Það er mikið gert af því í nútímatónlist að skrifa eitthvað sem er óspilanlegt af því verið er að leita eftir nálgun spilarans og líka því að erfiðið skíni í gegn,“ útskýrir hún. Berglind kveðst hafa verið að láta útbúa póstkort sem séu auð öðrum megin og með nótnastrengi hinum megin. „Fólk má skrifa texta eða hvað sem er. Það er opið túlkunaratriði hvað það þýðir. Svo ætla ég að halda kortunum til haga og sýna þau enda eru þau ekki síður áhugavert verk en flutningurinn.“ Spurð hvort hún ætlist til að tónskáldin merki sér kortin svarar Berglind: „Það er bara undir þeim komið. Þau eru náttúrlega að ganga inn í þennan gjörning en kannski er gaman fyrir framtíðina að hafa spjöldin merkt.“ Hún segir hægt að skrifa endalaus verk á lítil póstkort. „Það er hægt að biðja hljóðfæraleikarann að endurtaka eitthvað út í það óendanlega,“ bendir hún á en býst samt ekki við að gjörningurinn standi til eilífðarnóns. „Hátíðin verður sett klukkan fimm og ég gef tónskáldunum hálftíma til að semja. Um hálf sex mun ég byrja að spila og reikna með að það taki um kortér.“Dagskrá Myrkra músíkdaga í Hörpunni er á þessa leið í dag:Klukkan 17.00 Setning.Klukkan 19.30 í Eldborgarsal Meistarataktar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Hilmar Þórðarson. Einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Stjórnandi er Petri Sakari.Klukkan 22 í Kaldalóni Raftónleikar. Verk eftir Lydíu Grétarsdóttur, Camillu Söderberg, Kristínu Lárusdóttur, Tomas Manoury, Úlf Eldjárn og Þórönnu Björnsdóttur.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira