Aron Kristjáns: Það verður öllu fórnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 06:30 Aron og strákarnir eru úr leik með tapi. vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Danmörku. Aron er í dag þjálfari Danmerkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köflum en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og einbeitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dagsformið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálmarsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður tilkynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Danmörku. Aron er í dag þjálfari Danmerkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köflum en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og einbeitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dagsformið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálmarsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður tilkynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00