Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 07:00 Bent Nyegaard hefur ekki teljandi áhyggjur af leiknum í dag þar sem danska liðið er miklu betra en það íslenska að hans sögn. vísir/Eva Björk Bent Nyegaard, fyrrverandi handboltaþjálfari og einn þekktasti sérfræðingur Dana um íþróttina, var ánægður með að Danmörk fékk Ísland í 16-liða úrslitum HM í handbolta. Liðin eigast við í kvöld. „Eins og staðan er núna finnst mér að Ísland standi hvergi nærri danska landsliðinu. Ég sé í raun ekki fyrir mér að Ísland eigi möguleika en við þekkjum þó söguna og vitum að leikir liðanna hafa oft verið jafnir og spennandi,“ sagði Nyegaard í samtali við Fréttablaðið í gær. Helsti munurinn á liðunum er breidd leikmannahópsins og markvarðastöður liðanna að mati Nyegaard. „Þar hafa Danir mikla yfirburði,“ segir hann en bætir við að Ísland geti, á góðum degi, verið hættulegur andstæðingur líkt og liðið sýndi í æfingaleik liðanna í byrjun mánaðarins. „Þá tókst okkur ekki að leysa hlaupin hjá Snorra [Steini Guðjónssyni] og línuspilið á [Róbert] Gunnarsson. Danir spiluðu afar illa í þeim leik en engu að síður sé ég bara ekki fyrir mér að Danmörk eigi í vandræðum með lið þar sem gæðamunurinn í nokkrum stöðum er svo yfirgnæfandi mikill, Danmörku í hag.“vísir/eva björkErfitt að meta íslenska liðið Þegar viðtalið var tekið var óvíst hvort Aron Pálmarsson myndi spila með íslenska liðinu í kvöld eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi í síðustu viku. Aron missti af leiknum gegn Egyptalandi sem tryggði strákunum sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Ég vona að Aron spili með í leiknum því ég tel að það sé betra ef lið undirbýr sig að spila gegn sterkasta mögulega liði andstæðingsins,“ segir Nyegaard og bætir við að það hafi verið erfitt að meta íslenska liðið út frá frammistöðu þess til þessa. „Alexander Petersson er leikmaður í hæsta gæðaflokki en hann hefur átt erfitt í þessu móti. Þá hefur Ásgeir [Örn Hallgrímsson] komið inn og staðið sig vel. Guðjón Valur [Sigurðsson] skoraði þrettán mörk gegn Egyptalandi en ekkert gegn Tékklandi. Svo átti [Björgvin Páll] Gústavsson skyndilega góðan leik gegn Egyptalandi. Maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu liðið er.“vísir/eva björkVæri stórslys að tapa Nyegaard segir að staðan á danska liðinu sé ágæt þó svo að hann telji að það eigi enn mikið inni. Frammistaða liðsins gegn Póllandi hafi gefið það í skyn. „Það er meira í vændum frá danska liðinu ef allt gengur upp í 60 mínútur. Pólland er ekki andstæðingur í hæsta gæðaflokki. Liðið gerði 17 mistök í gær en Danmörk 12. Þetta var því ekki toppleikur í gær, hvernig sem á það er litið,“ segir hann. „En vörnin hefur verið að þéttast hjá Dönum og ég á erfitt að sjá fyrir mér að Snorri muni valda jafn miklum usla í danska liðinu og hann gerði fyrir tveimur vikum.“ Það kæmi honum þó ekki á óvart að Ísland myndi stíga upp og spila góðan leik þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. „Ég hins vegar býst við að Danir geri það líka. Enda væri það stórslys fyrir danskan handbolta að detta út á þessu stigi mótsins. Miðað við stöðuna á íslenska liðinu finnst mér það góður kostur að mæta Íslandi nú. Guðmundur og Aron eru báðir klókir þjálfarar og afar færir en Guðmundur hefur nú forskot á Aron því hann er með langtum betra lið í höndunum. Hvað mig varðar er það bara svo einfalt.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Ásgeir Örn: Ennþá sætara að vinna þá ef maður þekkir þá Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn margra leikmanna sem þekkir vel til í danska landsliðinu. 25. janúar 2015 16:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Bent Nyegaard, fyrrverandi handboltaþjálfari og einn þekktasti sérfræðingur Dana um íþróttina, var ánægður með að Danmörk fékk Ísland í 16-liða úrslitum HM í handbolta. Liðin eigast við í kvöld. „Eins og staðan er núna finnst mér að Ísland standi hvergi nærri danska landsliðinu. Ég sé í raun ekki fyrir mér að Ísland eigi möguleika en við þekkjum þó söguna og vitum að leikir liðanna hafa oft verið jafnir og spennandi,“ sagði Nyegaard í samtali við Fréttablaðið í gær. Helsti munurinn á liðunum er breidd leikmannahópsins og markvarðastöður liðanna að mati Nyegaard. „Þar hafa Danir mikla yfirburði,“ segir hann en bætir við að Ísland geti, á góðum degi, verið hættulegur andstæðingur líkt og liðið sýndi í æfingaleik liðanna í byrjun mánaðarins. „Þá tókst okkur ekki að leysa hlaupin hjá Snorra [Steini Guðjónssyni] og línuspilið á [Róbert] Gunnarsson. Danir spiluðu afar illa í þeim leik en engu að síður sé ég bara ekki fyrir mér að Danmörk eigi í vandræðum með lið þar sem gæðamunurinn í nokkrum stöðum er svo yfirgnæfandi mikill, Danmörku í hag.“vísir/eva björkErfitt að meta íslenska liðið Þegar viðtalið var tekið var óvíst hvort Aron Pálmarsson myndi spila með íslenska liðinu í kvöld eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi í síðustu viku. Aron missti af leiknum gegn Egyptalandi sem tryggði strákunum sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Ég vona að Aron spili með í leiknum því ég tel að það sé betra ef lið undirbýr sig að spila gegn sterkasta mögulega liði andstæðingsins,“ segir Nyegaard og bætir við að það hafi verið erfitt að meta íslenska liðið út frá frammistöðu þess til þessa. „Alexander Petersson er leikmaður í hæsta gæðaflokki en hann hefur átt erfitt í þessu móti. Þá hefur Ásgeir [Örn Hallgrímsson] komið inn og staðið sig vel. Guðjón Valur [Sigurðsson] skoraði þrettán mörk gegn Egyptalandi en ekkert gegn Tékklandi. Svo átti [Björgvin Páll] Gústavsson skyndilega góðan leik gegn Egyptalandi. Maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu liðið er.“vísir/eva björkVæri stórslys að tapa Nyegaard segir að staðan á danska liðinu sé ágæt þó svo að hann telji að það eigi enn mikið inni. Frammistaða liðsins gegn Póllandi hafi gefið það í skyn. „Það er meira í vændum frá danska liðinu ef allt gengur upp í 60 mínútur. Pólland er ekki andstæðingur í hæsta gæðaflokki. Liðið gerði 17 mistök í gær en Danmörk 12. Þetta var því ekki toppleikur í gær, hvernig sem á það er litið,“ segir hann. „En vörnin hefur verið að þéttast hjá Dönum og ég á erfitt að sjá fyrir mér að Snorri muni valda jafn miklum usla í danska liðinu og hann gerði fyrir tveimur vikum.“ Það kæmi honum þó ekki á óvart að Ísland myndi stíga upp og spila góðan leik þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. „Ég hins vegar býst við að Danir geri það líka. Enda væri það stórslys fyrir danskan handbolta að detta út á þessu stigi mótsins. Miðað við stöðuna á íslenska liðinu finnst mér það góður kostur að mæta Íslandi nú. Guðmundur og Aron eru báðir klókir þjálfarar og afar færir en Guðmundur hefur nú forskot á Aron því hann er með langtum betra lið í höndunum. Hvað mig varðar er það bara svo einfalt.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Ásgeir Örn: Ennþá sætara að vinna þá ef maður þekkir þá Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn margra leikmanna sem þekkir vel til í danska landsliðinu. 25. janúar 2015 16:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30
Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30
Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Ásgeir Örn: Ennþá sætara að vinna þá ef maður þekkir þá Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn margra leikmanna sem þekkir vel til í danska landsliðinu. 25. janúar 2015 16:30