Aron: Strákarnir þurfa að svara fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 24. janúar 2015 07:00 Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hefur horft upp á menn klikka á mörgum færum. Vísir/Eva Björk Það er komið að ögurstundu íslenska landsliðsins á HM í Katar. Eftir skelfilega frammistöðu og ellefu marka tap gegn Tékklandi í fyrradag eru strákarnir í þeirri stöðu að þurfa að vinna öflugt lið Egyptalands sem gæti allt eins verið að spila á heimavelli - slíkur er stuðningur þeirra fjölmörgu Egypta sem hér eru staddir í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart fékkst í gær staðfest að Aron Pálmarsson muni ekki spila með Íslandi í dag og jafnvel ekki meira á mótinu. Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, staðfesti að Aron væri með einkenni heilahristings en hann fór af velli á 24. mínútu leiksins gegn Tékklandi eftir að hafa fengið högg undir kjálkann.Vont að vera án Arons „Aron er góður leikmaður og það er vont að vera án hans. En það þýðir ekki að velta sér upp úr leikmönnum sem ekki eru til staðar. Við þurfum að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem munu spila í leiknum og að kalla fram góða frammistöðu frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. „Við erum að vinna í því að koma ábyrgðinni á fleiri menn. Menn þurfa að átta sig á því að allir þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og axla hana,“ bætir þjálfarinn við.Áhyggjur af sveiflunum Heilt yfir hefur vantað of mikið upp á frammistöðu Íslands í keppninni í Katar. Liðið virtist á réttri leið með góðri frammistöðu gegn Frakklandi á þriðjudag en svo kom hrunið gegn Tékkum. „Í dag snýst þetta um að menn líti í eigin barm og að allir geti unnið með sitt til að bæta liðið. Ef allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu og mæta klárir í leikinn þá getum við sem lið staðið betur saman og notað sameiningarkraftinn til að spila vel á ný,“ segir Aron en viðurkennir að sveiflurnar séu of miklar í liðinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hversu langt er á milli mjög góðrar frammistöðu annars vegar og mjög slakrar hins vegar. það er eitthvað sem þarf að finna lausnir á,“ segir Aron. „Við þurfum að geta lagt allt þetta til hliðar. Það eina sem gildir er leikurinn á morgun [í dag] og að fá okkur til að rísa upp úr öskustónni.“Gæði til að nýta dauðafærin Skotnýting íslenska liðsins hefur verið með eindæmum slök og fá lið nýta skot sín verr en íslenska liðið. Gegn Tékkum var hún aðeins 43 prósent og þeir Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samanlagt aðeins eitt mark úr átján skotum. „Það getur verið erfitt fyrir þjálfara að stýra því hvernig menn nýta skotin sín,“ segir Aron aðspurður um þennan þátt í íslenska liðinu. „Það geta margar ástæður legið þar að baki – spennustig, sjálfstraust og hvernig menn eru undirbúnir fyrir það að spila gegn ákveðnum markvörðum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron. „Við getum reynt að stilla spennustigið fyrir leikmannahópinn en þegar menn eru komnir út í sín dauðafæri þarf hver og einn að hafa nægilega mikil gæði til að klára þau. Hver og einn þarf að vinna í því hjá sjálfum sér.“Þurfa að svara fyrir sig Það er ekki annað sjá en að það hafi ríkt góð stemning í íslenska landsliðinu og ríki enn. Það sé því ekki vandamál en nú reyni á skapgerð hvers og eins leikmanns að mati Arons. „Strákarnir þurfa að svara fyrir sig. Þeir þurfa að svara fyrir síðasta leik og koma til baka. Það skiptir öllu máli. Við þurftum ekkert að endurskoða taktíkina okkar gegn Tékkum því fyrst og fremst snerist okkar vandi um hugarfarslegt ástand leikmanna. Nú er það stóra málið fyrir morgundaginn.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Það er komið að ögurstundu íslenska landsliðsins á HM í Katar. Eftir skelfilega frammistöðu og ellefu marka tap gegn Tékklandi í fyrradag eru strákarnir í þeirri stöðu að þurfa að vinna öflugt lið Egyptalands sem gæti allt eins verið að spila á heimavelli - slíkur er stuðningur þeirra fjölmörgu Egypta sem hér eru staddir í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart fékkst í gær staðfest að Aron Pálmarsson muni ekki spila með Íslandi í dag og jafnvel ekki meira á mótinu. Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, staðfesti að Aron væri með einkenni heilahristings en hann fór af velli á 24. mínútu leiksins gegn Tékklandi eftir að hafa fengið högg undir kjálkann.Vont að vera án Arons „Aron er góður leikmaður og það er vont að vera án hans. En það þýðir ekki að velta sér upp úr leikmönnum sem ekki eru til staðar. Við þurfum að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem munu spila í leiknum og að kalla fram góða frammistöðu frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. „Við erum að vinna í því að koma ábyrgðinni á fleiri menn. Menn þurfa að átta sig á því að allir þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og axla hana,“ bætir þjálfarinn við.Áhyggjur af sveiflunum Heilt yfir hefur vantað of mikið upp á frammistöðu Íslands í keppninni í Katar. Liðið virtist á réttri leið með góðri frammistöðu gegn Frakklandi á þriðjudag en svo kom hrunið gegn Tékkum. „Í dag snýst þetta um að menn líti í eigin barm og að allir geti unnið með sitt til að bæta liðið. Ef allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu og mæta klárir í leikinn þá getum við sem lið staðið betur saman og notað sameiningarkraftinn til að spila vel á ný,“ segir Aron en viðurkennir að sveiflurnar séu of miklar í liðinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hversu langt er á milli mjög góðrar frammistöðu annars vegar og mjög slakrar hins vegar. það er eitthvað sem þarf að finna lausnir á,“ segir Aron. „Við þurfum að geta lagt allt þetta til hliðar. Það eina sem gildir er leikurinn á morgun [í dag] og að fá okkur til að rísa upp úr öskustónni.“Gæði til að nýta dauðafærin Skotnýting íslenska liðsins hefur verið með eindæmum slök og fá lið nýta skot sín verr en íslenska liðið. Gegn Tékkum var hún aðeins 43 prósent og þeir Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samanlagt aðeins eitt mark úr átján skotum. „Það getur verið erfitt fyrir þjálfara að stýra því hvernig menn nýta skotin sín,“ segir Aron aðspurður um þennan þátt í íslenska liðinu. „Það geta margar ástæður legið þar að baki – spennustig, sjálfstraust og hvernig menn eru undirbúnir fyrir það að spila gegn ákveðnum markvörðum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron. „Við getum reynt að stilla spennustigið fyrir leikmannahópinn en þegar menn eru komnir út í sín dauðafæri þarf hver og einn að hafa nægilega mikil gæði til að klára þau. Hver og einn þarf að vinna í því hjá sjálfum sér.“Þurfa að svara fyrir sig Það er ekki annað sjá en að það hafi ríkt góð stemning í íslenska landsliðinu og ríki enn. Það sé því ekki vandamál en nú reyni á skapgerð hvers og eins leikmanns að mati Arons. „Strákarnir þurfa að svara fyrir sig. Þeir þurfa að svara fyrir síðasta leik og koma til baka. Það skiptir öllu máli. Við þurftum ekkert að endurskoða taktíkina okkar gegn Tékkum því fyrst og fremst snerist okkar vandi um hugarfarslegt ástand leikmanna. Nú er það stóra málið fyrir morgundaginn.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira