Windows 10 stýrikerfi Microsoft stendur notendum Windows 7, 8 og 8.1 til boða án endurgjalds sem uppfærsla. Prufuútgáfur fara í dreifingu undir lok mánaðarins og endanlega útgáfa á að vera í boð i síðar á árinu.
Frí uppfærsla fyrir tölvur, farsíma og spjaltölvur verður í boði í 12 mánuði frá því að hugbúnaðurinn fer í loftið.
Microsoft stóð fyrir kynningu á stýrikerfinu á miðvikudag. Þá kom fram í máli stjórnenda Microsoft að nýju stýrikerfi væri ætlað að mæta þörfum notenda tölvubúnaðar í takt við þá tækniþróun sem átt hafi sér stað.
Þannig eigi fólk að vera í kunnuglegu umhverfi og viðmóti hvort sem það notar einkatölvu, spjaldtölvu, farsíma, eða önnur tæki á borð við leikjatölvur og jafnvel heilmyndarvarpa.
Um leið og nýja stýrikerfið var kynnt var hulunni svipt af HoloLens-gleraugunum, en sá sem þau ber „sér“ fyrir framan sig þrívíða rmyndir.
Uppfærlan fáanleg síðar á árinu
