Káta kylfinginn í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2015 06:45 Fyrirliðinn Guðjón Valur fann hamingjustaðinn sinn í gær. fréttablaðið/eva björk Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við. HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við.
HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira