Snorri Steinn: Það var smá vesen á Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 16. janúar 2015 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska liðsins og stýrir sóknarleiknum eins og hann hefur gert í næstum áratug. Vísir/Eva Björk Það væsir ekki um strákana okkar, frekar en önnur keppnislið, hér í Doha í Katar. Íslenska landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í miðbænum þar sem rúmt er um hvern mann og séð til þess að engan skorti neitt. „Það er stórmunur á því að vera á góðu hóteli og lélegu. Hér er allt til fyrirmyndar og því engin ástæða til að láta utanaðkomandi hluti trufla mann. Við getum bara einbeitt okkur að handboltanum og það er það sem við viljum gera,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær.Fékk grjótharða dýnu Róbert hefur stundum þurft að taka dýnuna úr rúmi sínu á stórmótum og sofa á gólfinu, til að hlífa bakinu. „Það þurfti ekki nú. Ég fékk grjótharða dýnu sem ég er mjög ánægður með.“ Snorri Steinn tók í svipaðan streng og sagði að strákarnir hefðu verið fljótir að aðlagast. „Við höfum nú verið hérna í tvo daga og það var gott að koma aðeins fyrr og sjá öll háhýsin og allt þetta sem gerir Doha sérstaka,“ segir hann og bætir við að ekki sé annað að sjá á íslenska hópnum en að allir séu klárir í slaginn. „Umræðan fyrir síðustu tvö stórmót á undan hefur nánast eingöngu snúist um meiðsli leikmanna en ég á nú í erfiðleikum með að tína til einhver smávægileg meiðsli hér og þar. Það er nýtt af nálinni,“ segir hann en það eina sem hefur sett strik í undirbúning íslenska liðsins er staða Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. „Það var smá vesen á Aroni,“ segir Snorri og hlær. „En mér sýnist að hann sé kominn í gott stand og var ekki að sjá annað á æfingaleikjunum um helgina. Það er því ekki yfir neinu að kvarta og því gott að geta einbeitt sér alfarið að fyrsta leik keppninnar.“Vitum ekki hvernig liðið stendur Ísland mætir Svíþjóð klukkan 18.00 í kvöld í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Af liðunum sex í riðlinum komast fjögur áfram í 16-liða úrslitin en niðurröðun liðanna skiptir afar miklu máli til að sleppa við allra bestu lið hins geysisterka D-riðils í 16-liða úrslitunum, þó það sé vitað mál að öll fjögur liðin sem komast úr honum geti veitt Íslandi harða samkeppni.Vilja sjá stíganda í liðinu Snorri segir að strákarnir ætli sér langt, rétt eins og á öllum stórmótum. „Sú tilfinning hverfur aldrei. Við ætlum að byrja á að standa okkur vel í riðlinum og vitum að við þurfum að eiga góðan leik í 16-liða úrslitunum, sama hvaða liði við mætum. En það er alltaf betra að spila vel í riðlinum og sjá að það er stígandi í liðinu,“ segir Snorri. „Við vitum í raun ekki hvað við erum að fara út í enda erfitt að meta nákvæmlega hvernig liðið okkar stendur,“ segir Róbert. „Við áttum flottan leik gegn Danmörku og maður sér mikla möguleika í liðinu – enda getum við margt og höfum aukið breiddina.“ Hann segir þó ljóst að það geti brugðið til beggja vona. „Ég vil ekki vera svartsýnn en liðið okkar er þess eðlis. En ef við höldum okkur við það sem fyrir okkur er lagt og það sem við kunnum þá hef ég engar áhyggjur. Oftast erum við sjálfum okkur verstir en ef við höldum einbeitingu og skipulaginu í lagi þá verður þetta flottur dagur á morgun [í dag].“Alvaran loksins að byrja Snorri Steinn segir enn fremur að það sé langur vegur fram undan í löngu móti, þótt það sé mikilvægt að byrja vel. „Við tökum einn leik fyrir í einu og stefnum að því að bæta okkur í hverjum leik. Við erum þó afar vel stemmdir fyrir þennan leik gegn Svíum og þó svo að við séum nú staddir í Katar er tilfinningin sú sama og alltaf fyrir stórmót. Það er bara gott að undirbúningurinn er að baki og að alvaran er loksins að fara að byrja.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Það væsir ekki um strákana okkar, frekar en önnur keppnislið, hér í Doha í Katar. Íslenska landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í miðbænum þar sem rúmt er um hvern mann og séð til þess að engan skorti neitt. „Það er stórmunur á því að vera á góðu hóteli og lélegu. Hér er allt til fyrirmyndar og því engin ástæða til að láta utanaðkomandi hluti trufla mann. Við getum bara einbeitt okkur að handboltanum og það er það sem við viljum gera,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær.Fékk grjótharða dýnu Róbert hefur stundum þurft að taka dýnuna úr rúmi sínu á stórmótum og sofa á gólfinu, til að hlífa bakinu. „Það þurfti ekki nú. Ég fékk grjótharða dýnu sem ég er mjög ánægður með.“ Snorri Steinn tók í svipaðan streng og sagði að strákarnir hefðu verið fljótir að aðlagast. „Við höfum nú verið hérna í tvo daga og það var gott að koma aðeins fyrr og sjá öll háhýsin og allt þetta sem gerir Doha sérstaka,“ segir hann og bætir við að ekki sé annað að sjá á íslenska hópnum en að allir séu klárir í slaginn. „Umræðan fyrir síðustu tvö stórmót á undan hefur nánast eingöngu snúist um meiðsli leikmanna en ég á nú í erfiðleikum með að tína til einhver smávægileg meiðsli hér og þar. Það er nýtt af nálinni,“ segir hann en það eina sem hefur sett strik í undirbúning íslenska liðsins er staða Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. „Það var smá vesen á Aroni,“ segir Snorri og hlær. „En mér sýnist að hann sé kominn í gott stand og var ekki að sjá annað á æfingaleikjunum um helgina. Það er því ekki yfir neinu að kvarta og því gott að geta einbeitt sér alfarið að fyrsta leik keppninnar.“Vitum ekki hvernig liðið stendur Ísland mætir Svíþjóð klukkan 18.00 í kvöld í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Af liðunum sex í riðlinum komast fjögur áfram í 16-liða úrslitin en niðurröðun liðanna skiptir afar miklu máli til að sleppa við allra bestu lið hins geysisterka D-riðils í 16-liða úrslitunum, þó það sé vitað mál að öll fjögur liðin sem komast úr honum geti veitt Íslandi harða samkeppni.Vilja sjá stíganda í liðinu Snorri segir að strákarnir ætli sér langt, rétt eins og á öllum stórmótum. „Sú tilfinning hverfur aldrei. Við ætlum að byrja á að standa okkur vel í riðlinum og vitum að við þurfum að eiga góðan leik í 16-liða úrslitunum, sama hvaða liði við mætum. En það er alltaf betra að spila vel í riðlinum og sjá að það er stígandi í liðinu,“ segir Snorri. „Við vitum í raun ekki hvað við erum að fara út í enda erfitt að meta nákvæmlega hvernig liðið okkar stendur,“ segir Róbert. „Við áttum flottan leik gegn Danmörku og maður sér mikla möguleika í liðinu – enda getum við margt og höfum aukið breiddina.“ Hann segir þó ljóst að það geti brugðið til beggja vona. „Ég vil ekki vera svartsýnn en liðið okkar er þess eðlis. En ef við höldum okkur við það sem fyrir okkur er lagt og það sem við kunnum þá hef ég engar áhyggjur. Oftast erum við sjálfum okkur verstir en ef við höldum einbeitingu og skipulaginu í lagi þá verður þetta flottur dagur á morgun [í dag].“Alvaran loksins að byrja Snorri Steinn segir enn fremur að það sé langur vegur fram undan í löngu móti, þótt það sé mikilvægt að byrja vel. „Við tökum einn leik fyrir í einu og stefnum að því að bæta okkur í hverjum leik. Við erum þó afar vel stemmdir fyrir þennan leik gegn Svíum og þó svo að við séum nú staddir í Katar er tilfinningin sú sama og alltaf fyrir stórmót. Það er bara gott að undirbúningurinn er að baki og að alvaran er loksins að fara að byrja.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira