Helstu stjörnur andstæðinga Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2015 15:00 Nikola Karabatic vísir/afp Ísland er í C-riðli á HM með sterkum þjóðum. Sterkustu eru Frakkland, Svíþjóð og Tékkland. Einnig er Ísland í riðli með Egyptum og Alsír. Fréttablaðið skoðar þá menn sem skara fram úr í liðum andstæðinga Íslands.Nikola Karabatic - Frakkland 30 ára 1,96 m 102 kg 234 landsleikir - 964 mörk Karabatic er sá sem öllu stýrir í franska landsliðinu. Hann stendur vaktina í miðri vörn Frakka ásamt bróður sínum Luka, og stjórnar sóknarleiknum af mikilli festu og er snjallari en flestir í að stjórna hraða leiksins. Eftir erfiða tíma í kjölfar veðmálahneykslisins, sem hann var flæktur í, er Karabatic kominn á fulla ferð að nýju og hefur sjaldan eða aldrei verið betri eins og sást á EM í Danmörku fyrir ári, þar sem hann leiddi Frakka til sigurs. Lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2002 og hefur síðan þá verið lykilmaður í sigursælu liði Frakklands.vísir/afpKim Andersson - Svíþjóð 32 ára 1,99 m 103 kg 212 landsleikir - 763 mörk Andersson ákvað að snúa aftur í sænska landsliðið eftir nokkuð langa fjarveru og tekur nú þátt á sínu fyrsta stórmóti síðan Svíar fengu silfur á Ólympíuleikunum í London 2012. Það eru einu verðlaunin sem Andersson hefur unnið með sænska landsliðinu á stórmóti fyrir utan gull á HM 2003 þegar Olsson, Wislander og félagar voru enn í fullu fjöri. Þessi öfluga örvhenta skytta, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá KIF Kolding, þarf taka að sér leiðtogahlutverk í sænska liðinu, sem varð fyrir miklu áfalli þegar Kim Ekdahl Du Rietz lagði landsliðsskóna á hilluna, aðeins 25 ára gamall.vísir/afpFilip Jícha - Tékkland 32 ára 2,01 m 105 kg 148 landsleikir - 816 mörk Jícha hefur verið einn besti leikmaður heims á undanförnum árum. Þessi 32 ára gamla rétthenta skytta hefur verið lykilmaður hjá Kiel síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2007. Jícha er góður á báðum endum vallarins; er mikill skorari og er auk þess gríðarlega öflugur sem fremsti maður í framliggjandi vörn. Hann hefur sankað að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum, en hann var m.a. valinn besti handboltamaður í heimi árið 2010. Hann hefur hins vegar ekki notið sömu velgengni með tékkneska landsliðinu, en stuðningsmenn Tékka vonast til að breyting verði þar á í Katar.vísir/afpMohamed Bakir - Egyptaland 40 ára 1,95 m 107 kg 350 landsleikir Bakir er einn af fjölmögum reynsluboltum í liði Egyptalands, en hann hefur varið mark landsliðsins lengur en elstu menn muna. Bakir, sem spilar með Sporting í heimalandinu eins og nokkrir félagar hans í landsliðinu, hefur t.a.m. tekið þátt á fernum Ólympíuleikum og var í lykilhlutverki þegar Egyptaland var með gríðarlega öflugt lið um aldamótin. Egypska liðið lenti í 7. sæti á HM á heimavelli 1999 og tveimur árum síðar í Frakklandi endaði liðið í 4. sæti. Ólíklegt verður að teljast að Egyptar nái að endurtaka þann leik, en með Bakir í stuði í markinu gæti liðið komist í 16-liða úrslit.vísir/afpMessaoud Berkous - Alsír 25 ára 1,94 m 96 kg 58 landsleikir 89 mörk Berkous er algjör lykilmaður hjá alsírska liðinu sem hefur undirbúið sig af kappi fyrir HM og stefnir hátt í Katar. Alsír tryggði sér þátttökurétt á HM með því að vinna Afríkukeppnina 2014 á heimavelli, eftir 18 ára bið. Berkous tók við stöðu landsliðsfyrirliða af Hicem Boudrali eftir Afríkukeppnina og þessari öflugu skyttu er ætlað að leiða alsírska liðið upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit í Katar. Berkous spilar með GS Pétroliers í heimalandinu en það kæmi ekki á óvart að hann fengi samning hjá liði í Evrópu eftir góða frammistöðu á HM. HM 2015 í Katar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Ísland er í C-riðli á HM með sterkum þjóðum. Sterkustu eru Frakkland, Svíþjóð og Tékkland. Einnig er Ísland í riðli með Egyptum og Alsír. Fréttablaðið skoðar þá menn sem skara fram úr í liðum andstæðinga Íslands.Nikola Karabatic - Frakkland 30 ára 1,96 m 102 kg 234 landsleikir - 964 mörk Karabatic er sá sem öllu stýrir í franska landsliðinu. Hann stendur vaktina í miðri vörn Frakka ásamt bróður sínum Luka, og stjórnar sóknarleiknum af mikilli festu og er snjallari en flestir í að stjórna hraða leiksins. Eftir erfiða tíma í kjölfar veðmálahneykslisins, sem hann var flæktur í, er Karabatic kominn á fulla ferð að nýju og hefur sjaldan eða aldrei verið betri eins og sást á EM í Danmörku fyrir ári, þar sem hann leiddi Frakka til sigurs. Lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2002 og hefur síðan þá verið lykilmaður í sigursælu liði Frakklands.vísir/afpKim Andersson - Svíþjóð 32 ára 1,99 m 103 kg 212 landsleikir - 763 mörk Andersson ákvað að snúa aftur í sænska landsliðið eftir nokkuð langa fjarveru og tekur nú þátt á sínu fyrsta stórmóti síðan Svíar fengu silfur á Ólympíuleikunum í London 2012. Það eru einu verðlaunin sem Andersson hefur unnið með sænska landsliðinu á stórmóti fyrir utan gull á HM 2003 þegar Olsson, Wislander og félagar voru enn í fullu fjöri. Þessi öfluga örvhenta skytta, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá KIF Kolding, þarf taka að sér leiðtogahlutverk í sænska liðinu, sem varð fyrir miklu áfalli þegar Kim Ekdahl Du Rietz lagði landsliðsskóna á hilluna, aðeins 25 ára gamall.vísir/afpFilip Jícha - Tékkland 32 ára 2,01 m 105 kg 148 landsleikir - 816 mörk Jícha hefur verið einn besti leikmaður heims á undanförnum árum. Þessi 32 ára gamla rétthenta skytta hefur verið lykilmaður hjá Kiel síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2007. Jícha er góður á báðum endum vallarins; er mikill skorari og er auk þess gríðarlega öflugur sem fremsti maður í framliggjandi vörn. Hann hefur sankað að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum, en hann var m.a. valinn besti handboltamaður í heimi árið 2010. Hann hefur hins vegar ekki notið sömu velgengni með tékkneska landsliðinu, en stuðningsmenn Tékka vonast til að breyting verði þar á í Katar.vísir/afpMohamed Bakir - Egyptaland 40 ára 1,95 m 107 kg 350 landsleikir Bakir er einn af fjölmögum reynsluboltum í liði Egyptalands, en hann hefur varið mark landsliðsins lengur en elstu menn muna. Bakir, sem spilar með Sporting í heimalandinu eins og nokkrir félagar hans í landsliðinu, hefur t.a.m. tekið þátt á fernum Ólympíuleikum og var í lykilhlutverki þegar Egyptaland var með gríðarlega öflugt lið um aldamótin. Egypska liðið lenti í 7. sæti á HM á heimavelli 1999 og tveimur árum síðar í Frakklandi endaði liðið í 4. sæti. Ólíklegt verður að teljast að Egyptar nái að endurtaka þann leik, en með Bakir í stuði í markinu gæti liðið komist í 16-liða úrslit.vísir/afpMessaoud Berkous - Alsír 25 ára 1,94 m 96 kg 58 landsleikir 89 mörk Berkous er algjör lykilmaður hjá alsírska liðinu sem hefur undirbúið sig af kappi fyrir HM og stefnir hátt í Katar. Alsír tryggði sér þátttökurétt á HM með því að vinna Afríkukeppnina 2014 á heimavelli, eftir 18 ára bið. Berkous tók við stöðu landsliðsfyrirliða af Hicem Boudrali eftir Afríkukeppnina og þessari öflugu skyttu er ætlað að leiða alsírska liðið upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit í Katar. Berkous spilar með GS Pétroliers í heimalandinu en það kæmi ekki á óvart að hann fengi samning hjá liði í Evrópu eftir góða frammistöðu á HM.
HM 2015 í Katar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira