Þetta er gamalt hné sem kannast vel við verki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2015 07:45 Arnór er hér með Tandra Má Konráðssyni á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. vísir/Pjetur Arnór Atlason hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að hafa verið með eymsli í vinstra hnénu í síðari æfingaleiknum gegn Þýskalandi sem fór fram á mánudagskvöldið. Hann segist vera ýmsu vanur. „Þetta er gamalt hné,“ sagði hann í léttum dúr við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni. „Það þarf smá meðhöndlun af og til. Ég hef farið í þrjár aðgerðir á þessu hné – síðast fyrir fimm árum. Ég kannast alveg við þessa verki og þetta var ekkert bráðatilfelli,“ segir hann og segist vanur því að spila þrátt fyrir að finna fyrir verkjum af og til. „Þetta krefst þess að ég þarf aðeins að stýra mér en það er ekkert nýtt.“ Eins og Arnór þekkir vel sjálfur er það algengt að handboltamenn detti úr leik skömmu fyrir stórmót en í vikunni bárust þau tíðindi að Morten Olsen, liðsfélagi hans hjá St. Raphael í Frakklandi, yrði ekki með eftir að hafa nefbrotnað á æfingu með danska landsliðinu. „Það eru afar leiðinleg tíðindi enda góður vinur minn. Þetta átti að vera mótið þar sem hann fengi loksins tækifæri með landsliðinu. En það eru aldrei allir með á stórmótum,“ segir Arnór, en þrátt fyrir allt er meiðslastaða íslenska liðsins góð. Engin alvarleg meiðsli eru ef áverkar Arons Pálmarssonar eru frátaldir. „Við erum mjög kátir með okkar hóp og hvernig undirbúningurinn hefur gengið hingað til.“ Arnór spilaði bæði sem skytta og leikstjórnandi með Íslandi gegn Þýskalandi og hann segist ánægður með það hlutverk. „Þannig hef ég spilað næstum allan minn feril. Ég hef fengið þau skilaboð að vera reiðubúinn að spila í báðum stöðum og mér líst vel á það, enda mun ég leggja mig allan fram á allan þann hátt sem þjálfarinn óskar eftir.“ Hann segir frábæra stemningu í hópnum fyrir HM í Katar. „Við erum nánast með sama kjarnann í hópnum og hefur verið síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við njótum þess að æfa og spila saman og erum allir með augun á sama markmiðinu,“ segir skyttan öfluga að lokum. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Arnór Atlason hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að hafa verið með eymsli í vinstra hnénu í síðari æfingaleiknum gegn Þýskalandi sem fór fram á mánudagskvöldið. Hann segist vera ýmsu vanur. „Þetta er gamalt hné,“ sagði hann í léttum dúr við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni. „Það þarf smá meðhöndlun af og til. Ég hef farið í þrjár aðgerðir á þessu hné – síðast fyrir fimm árum. Ég kannast alveg við þessa verki og þetta var ekkert bráðatilfelli,“ segir hann og segist vanur því að spila þrátt fyrir að finna fyrir verkjum af og til. „Þetta krefst þess að ég þarf aðeins að stýra mér en það er ekkert nýtt.“ Eins og Arnór þekkir vel sjálfur er það algengt að handboltamenn detti úr leik skömmu fyrir stórmót en í vikunni bárust þau tíðindi að Morten Olsen, liðsfélagi hans hjá St. Raphael í Frakklandi, yrði ekki með eftir að hafa nefbrotnað á æfingu með danska landsliðinu. „Það eru afar leiðinleg tíðindi enda góður vinur minn. Þetta átti að vera mótið þar sem hann fengi loksins tækifæri með landsliðinu. En það eru aldrei allir með á stórmótum,“ segir Arnór, en þrátt fyrir allt er meiðslastaða íslenska liðsins góð. Engin alvarleg meiðsli eru ef áverkar Arons Pálmarssonar eru frátaldir. „Við erum mjög kátir með okkar hóp og hvernig undirbúningurinn hefur gengið hingað til.“ Arnór spilaði bæði sem skytta og leikstjórnandi með Íslandi gegn Þýskalandi og hann segist ánægður með það hlutverk. „Þannig hef ég spilað næstum allan minn feril. Ég hef fengið þau skilaboð að vera reiðubúinn að spila í báðum stöðum og mér líst vel á það, enda mun ég leggja mig allan fram á allan þann hátt sem þjálfarinn óskar eftir.“ Hann segir frábæra stemningu í hópnum fyrir HM í Katar. „Við erum nánast með sama kjarnann í hópnum og hefur verið síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við njótum þess að æfa og spila saman og erum allir með augun á sama markmiðinu,“ segir skyttan öfluga að lokum.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45
Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57
Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30