Nýsköpun á nýju ári Almar Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun