Bolt betri en Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 12:45 Usain Bolt og Serena Williams. Vísir/Getty Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær. Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið. Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða. Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum. Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða. Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent). Fótbolti Frjálsar íþróttir Íþróttir NBA Tennis Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Sjá meira
Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær. Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið. Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða. Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum. Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða. Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent).
Fótbolti Frjálsar íþróttir Íþróttir NBA Tennis Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Sjá meira