Aldrei verið jafn hissa á ævinni 31. desember 2015 07:00 Eygló Ósk með verðlaunagripinn. vísir/daníel rúnarsson Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Sjá meira